is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26297

Titill: 
  • Árstíða breytileiki þorsk- og ufsalifrar efna og eðliseiginleikar
  • Titill er á ensku Seasonal variation in cod and saithe liver chemical and physical properties
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Alla tíð hafa fiskveiðar verið Íslendingum mikilvægar og þar á meðal þorsk- og ufsaveiðar. Fiskveiðar voru mikil búbót og ef illa áraði til búskapar í landi gátu landsmenn veitt sér til viðurværis. Þetta gerði landið byggilegra en verið hefði án hins gjöfula hafs.
    Lýsi úr þorsk- og ufsalifur var notað hér á árum áður sem ljósgjafi til að lýsa upp heimili og húsnæði. Á flestum heimilum var lýsistunna eða lýsisgryfja þar sem að lifur var geymd í meðan lýsið var að renna úr henni. Úr einni tunnu af lifur var hægt að fá 1/3 tunnu af sjálf runnu lýsi. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær var farið að bræða lifrina til að ná lýsinu út, en elstu heimildir um lýsisbræðslu hér á landi eru síðan 1728 frá Grindavík. Lifrin var hituð upp í stálpottum og við það gufaði vatnið í lifrinni upp og lýsið flaut ofan á grútinum og síðan fleytt ofan af. Talsvert um reyk var við þetta og líklega mjög vonda lykt. Hræra varð stanslaust í pottinum meðan á bræðslu stóð. Þessari aðferð var beitt bæði til sjávar og sveita allt til 20 aldar.
    Fiskur á hinum ýmsu veiðisvæðum mælist mislangur og þungur, ásamt því að lifrin í fiskinum er breytileg á þyngd eftir því á hvaða árstíma og á hvaða veiðisvæði fiskurinn er veiddur. Lifur fisksins skiptist í 3 hluta; stoðvef, fitu og vatn. Fituhlutfall lifrar er háð næringarástandi fisks. Þegar ástand fisks er mælt þá eru megin þættir mældir s.s. holdastuðull, prótein, raki, fita og aska. Þessar mælingar eru nauðsynlegar til að meta næringarástand fisksins. Þær geta verið mjög breytilegar frá einu sjávarsvæði til annars og verið háðar árstíðum og fæðuframboði sjávar.
    Í þessari ritgerð er bæði verið að skoða hvort stærð fisks hafi áhrif á hvaða lýsi komi úr lifrinni (þyngdarsýni) og eins árstíðabundnar breytingar á lýsinu eftir því á hvaða árstíma fiskurinn er veiddur (staðalsýni). Í staðalsýnunum voru teknar fimm lifrar úr fiskum sem voru 2,5-3.0 kg. Lifrarnar voru vigtaðar stakar, myndaðar og síðan hakkaðar saman og gerð samfelld blanda sem var unnin áfram í hitun. Staðalsýnin voru mæld á sama tíma í hverjum mánuði. Þetta var gert til að sjá hvort að það væru einhverjar árstíðarbundnar breytingar á lýsinu í lifrinni. Þegar þyngdarsýni voru tekin voru gerðar prófanir tvisvar sinnum á bæði ufsa- og þorskalifur, til að skoða hvort að það væri einhver munur lýsismagni eftir því hvað fiskurinn sem lifrin kom úr var þungur. Mælingarnar voru gerðar í september/október 2014 og í febrúar 2015. Notaðir voru 3 þyngdarflokkar þar sem teknar voru fimm lifrar úr fiskum sem voru á bilinu 2-4 kg, aðrar fimm úr fiskum sem voru 4-6 kg og síðan fimm lifrar úr fiskum sem voru 6-9 kg. Fiskurinn var vigtaður og lengdarmældur á sjónum og eins voru lifrarnar vigtaðar sér. Síðan voru lifrarnar unnar og geymdar eins og staðalsýnin þar til í land kom.
    Í landi voru lifrarnar vigtaðar af Matís og þar voru einnig teknar myndir af þeim, þær hakkaðar og settar hver um sig í sér bikarglas til frekari vinnslu. Lifrarnar voru svo unnar eins og staðalsýnin, sett í hitun og í skilvindu.
    Fiskurinn var veiddur á mismunandi veiðisvæðum kringum landið á mismunandi tíma. Því má gera ráð fyrir að fiskurinn sé að borða mismunandi fæði eftir því á hvaða veiðislóðum hann er veiddur.
    Í bæði staðalsýnum og þyngdarsýnum voru gerðar A, D og E vítamínmælingar ásamt EPA og DHA fitusýrumælingum. Einnig voru gerðar mælingar á ósápanleg efni, joðtölu, brotstuðli, vatni, próteini og fitu. Þá var holdastuðull, lifrarstuðull og hlutfallsleg fita í lifur rannsökuð.
    Allar þessar mælingar voru skoðaðar á ársgrundvelli í staðalsýnunum til að sjá hvort mikil breyting væri á lýsinu eftir því hvenær árs hann var veiddur. Einnig voru þær skoðaðar í þyngdarsýnunum til að skoða hvort að skiftir máli af hvaða stærð af fiski vari verið að nota.
    Af staðalsýnunum sem tekin voru í hverjum mánuði var klárlega hægt að sjá að það skiptir máli á hvaða tímabili ársins fiskurinn er veiddur og á hvaða fæðu hann nærðist. Á þyngdarsýnum var marktækur munur á milli stærð af fiskum í nokkurm mælingum. Þetta átti bæði við um þorskinn og ufsann.

  • Útdráttur er á ensku

    Since the settlement of Iceland fishing, including cod and saithe fishing, has been very important part of livelihood for Icelanders. The fish was a great addition for the home and probably made the land more habitable.
    Fish oil from cod and saithe liver was used in the old days to illuminate homes and housing. In most homes there were oil barrels or oil pits where the liver was stored and the oil gathered. From one barrel of a liver it was possible to get 1/3 of a barrel of oil. No one knows exactly when fish oil farming began but the earliest source that describes it is from 1728 in Grindavík (a small town in South Iceland). The liver was heated in steel pots and when the water had evaporated from the liver the oil floated on top. This followed a considerable amount of smoke and stinking smell. The pot had to be stirred continuously during the melting period. This method was applied to throughout the country until the 20th century.
    Fish in the various fishing areas are different, f.e. how heavy they are, as well as the liver of the fish changes in weight depending on the season and the hunting area in which the fish is caught. Fish liver is divided into 3 parts, connective tissue, fat and water. Fat ration in liver is dependent on the nutritional status of the fish. When measuring the condition of the fish these aspects are measured; protein, moisture, fat and ash. These measurements are necessary to assess the nutritional status of fish. They can vary greatly from one marine area to another and change with the seasons.
    In this thesis it is examined if the size of the fish and length has any influence on what kind of fish oil the liver gives (weight samples) and also if the fish oil changes depending on when in the year the fish is caught (standard samples).
    There were two tests made on both pollock and cod liver to find out if there was difference in the amount of fish oil depending of the weight of the fish the livers came from. The measurements were carried out in September / October 2014 and February 2015. Three weight categories were used where five livers were taken from fishes weighing 2-4 kg, another five from fishes weighing 4-6 kg and the last five from fishes weighing 6-9 kg. The length and weight of each fish was measured and each liver was weighted on its own. Then the livers were stored in a cool place until the boat came to the shore.
    When on land each liver was weighted in Matís and photographed, then minced up and placed individually in beaker for further processing. Then the livers were processed like standard samples, heated and placed in centrifuge.
    Five livers were taken from fishes that were 2,5-3,0 kg and used in standard samples. The livers were weighted individually, photographed and then chopped up and a made from it a good steady mix that was processed further in heating. The standard samples were measured on relatively the same day each month. This was done to see if there were any seasonal changes in the fish oil in the liver.
    There seems to be no consistency between the weight of the fish and the weight of the liver. The fish was caught in different fishing areas around the country in different time of the year. That makes it possible to assume that the fish is eating different diets depending on the fishing grounds it is caught.
    In both types of samples (weight and standard samples) there were performed A, D and E vitamin measurements and also EPA and DHA fatty acid measurements. Other measurements were made, such as of an unsaponifiable matter, iodine value, refractive index, water, protein and fat ratio. Flesh factor, liver coefficient and the relative fat in the liver were also measured.
    All these measurements were examined on annual basis to find out if the fish oil varied depending on when in the year the fish was caught and the size of fish.
    In the standard samples that were done every month it was possible to see that it matters when in the year the fish caught and on what diet it is rather than on the size of the fish. There was significant difference depending in when in the year the fish was caught but not depending on the size. It was the same both for the cod and the pollock

Styrktaraðili: 
  • Lýsi hf
    AVS rannsóknarsjóður
Samþykkt: 
  • 31.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26297


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerd Anna Birna.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing3110.pdf313.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF