is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26301

Titill: 
  • Útikennsla í samfélagsgreinum : reynsla samfélagsgreinakennara á unglingastigi af nýtingu nærumhverfis í skólastarfi og hugmyndir þeirra um stuðning við þróun þess starfs
  • Titill er á ensku Outdoor education in social studies : social study teachers' experience of outdoor teaching with teenage students and their ideas of support for outdoor education
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða útikennslu í samfélagsgreinum í Sveitarfélaginu Árborg. Rýnt var í reynslu samfélagsgreinakennara á unglingastigi af nýtingu nærumhverfis í skólastarfi og hugmyndir þeirra um stuðning við þróun þess starfs.
    Rannsóknin er eigindleg og fólst í að greina skjöl um stefnu stjórnavalda og hálf-opnum viðtölum við sex samfélagsgreinakennara á unglingastigi.
    Niðurstöður benda til þess að kennararnir séu meðvitaðir um hlutverk skóla að skapa tengsl við nærsamfélag sitt og hafi nýtt sér nærumhverfið í vinnu með unglingum, aðallega á formi gönguferða um nágrennið og heimsóknir í fyrirtæki. Kennararnir telja undirbúning útikennslu tímafreka og upplifa að þeir séu bundnir tilteknum kennslubókum sem stýra kennslu þeirra. Allir viðmælendur nema einn vildu efla útikennslu, en af ýmsum ástæðum virðast þeir ekki koma því í framkvæmd.
    Megináskoranir virðast annars vegar liggja í innri þáttum kennaranna eins og skipulagi kennslunnar, sýn þeirra á hlutverk kennslubóka í skólastarfi og faglegu sjálfstrausti þeirra í samfélagsgreinum, bæði fagþekkingu og kennslufræðilegum úrræðum. Hins vegar virðast áskoranirnar liggja í ytri þáttum eins og stundatöflum skólastarfins og kostnaði sem getur fylgt því að fara með nemendur lengra en göngufæri leyfir. Þá virðist óöryggi kennara í tengslum við útikennslu fyrst og fremst byggja á sýn þeirra að þeir verði að hafa skýra stjórn á nemendahópnum. Vísbendingar eru um að minni virðing sé borin fyrir námi í samfélagsgreinum en öðrum námsgreinum. Bent hefur verið á hve hlutverk skólastjóra sé mikilvægt og að áhugi hans hafi mikil áhrif. Athygli vakti að enginn viðmælenda tilgreindi þörf á stuðningi á borð við endurmenntun, auknum tækifærum til samtarfs kennara innan eða milli skóla né utanaðkomandi ráðgjöf í þróun kennsluhátta.
    Reynsla viðmælenda bendir því til að skýr tækifæri séu til umbóta. Tryggja þarf samstarf og samráð unglingakennara í samfélagsgreinum því slík samvinna rýfur einangrun og veitir aðhald. Mikilvægt er að endurskoða stýrandi áhrif kennslubóka og beina sjónum í meiri mæli að hæfniviðmiðum námskrárinnar sem segja hvað nemendur eiga að geta að námi loknu. Þannig má frekar en áður skapa nemendum tækifæri til menntandi reynslu sem leggur grunn að ríkulegri reynslu seinna meir og frekari uppbyggingu þekkingar og færni.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this research is to understand social science teacher experiences of outdoor teaching teenagers in Árborg municipality and their ideas of support to develop their teaching.
    The research is qualitative and consisted of document analysis and semi-structured interviews with six social science teachers for teenagers.
    Results indicate that teachers are consious of schools´ role in using local environment as sources of information in student learning. Main examples of such work include walking trips around the local environment and visits to local companies. Teachers think preparation for outdoor learning is time-consuming and feel they are obliged to cover textbooks, which seems to influence their work considerably. All interviewees except one expressed willingness to enhance outdoor teaching but for some reasons seem not be able to execute that interest.
    The main challenges seem to be twofold. At one hand, internal factors of teachers such as teacher organisation of teaching, their view of the role of textbooks and professional efficacy in teaching social sciences, both content knowledge as pedagogical knowledge. At the other hand challenges seem to be external to teachers, f.ex. in the time table used in the schools and cost of taking students on bus trips. Teacher sense of competence in outdoor teaching seems mainly be based on their view of who is in control of the students when being outdoors.
    Indications are of social sciences receiving less respect than studies in other subjects and attention was brout to the importance the headmasters role and the influence of his interests.
    None of interviewees mentioned any need of support in the form of retraining or further education, opportunities for teacher collaboration within or between schools or outside support into schools for continuous professional development.
    The experience of interviewees indicate opportunities for improvement. Time and space must be provided for collaboration between teachers of teenagers since that eliminates teacher isolation and includes supervision in itself. Thus, it is important to review the controlling influence of textbooks and focus on the learning outcomes in the curriculum, which indicate what students are supposed to be able to do as a result of their learning. In that way students can be provided with educating learning experiences that creates the foundation of further experiences later and creation of knowledge and learning of skills.

Samþykkt: 
  • 31.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26301


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing.pdf164.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Astrid Jóhanna Kristjánsdóttir.pdf646.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna