is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26305

Titill: 
  • ,,Að sjá möguleika frekar en hindranir“ : rannsókn á reynslu og viðhorfum kennara til samkennslu árganga
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Nýjar áherslur eru stöðugt að líta dagsins ljós í íslensku skólakerfi. Ein leið sem skólar hafa farið til að mæta ólíkum þörfum einstaklinga er samkennsla árganga þar sem hefðbundið bekkjarform er brotið upp í skólum þar sem þess er ekki krafist vegna nemendafæðar. Þessi meistaraprófsritgerð er eigindleg rannsókn á reynslu og viðhorfum sjö kennara úr tveimur skólum til samkennslu árganga. Rannsóknarsniðið sem notast var við var tilviksrannsókn. Rannsóknin fór fram í byrjun árs 2016 og fór gagnaöflun fram með viðtölum.
    Helstu niðurstöður sýna að samkennsla árganga krefur kennara um fjölbreyttar kennsluaðferðir og að samvinna kennara er mikilvægur þáttur við samkennslu árganga. Niðurstöðurnar sýndu einnig að kennarar töldu að samskipti nemenda og þá sérstaklega á unglingastigi væru jákvæðari í þessu fyrirkomulagi þar sem ákveðin stéttaskipting hyrfi. Krafan um einstaklingsmiðað nám eykst einnig að mati kennaranna þar sem námsleg breidd nemenda er mikil í aldursblönduðum hópi. Niðurstöður leiddu ennfremur í ljós að Aðalnámskrá grunnskóla virðist vera ákveðin hindrun fyrir kennara þegar kemur að samkennslu árganga. Hópastærðir virtust einnig spila lykilhlutverk og þeir kennarar sem störfuðu í fjölmennu teymi með stóran hóp nemenda virtust síður sjá kostina með samkennslu árganga.
    Viðmælendur voru flestir sammála um að lítið væri um fræðslu um samkennslu árganga í þeim skólum sem þeir starfa í og kom það í ljós í niðurstöðum að skilningi þeirra á hugtakinu og þeim möguleikum sem samkennsla hefur upp á að bjóða var oft ábótavant af þeim sökum.

  • Útdráttur er á ensku

    The Icelandic school system is constantly evolving and new approaches are introduced frequently. One of these approaches that schools have adapted to meet the diverse needs of students is a multigrade classroom.
    This thesis is a qualitative research on the experience and attitudes of teachers who teach in a multigrade classroom. Individual interviews were taken and seven teachers from two schools participated. The methodology used was a case study research.
    The main findings of this research indicate that multigrade teaching requires more diverse teaching methods of the teachers. The findings also show that the teachers find that the multigrade classroom had a good effect on communication between students of different ages, especially among the older students. Focus on individual learning seemed to increase within the multigrade classroom because of the broad abilities of the students of different ages.
    The national curriculum seemed to be somewhat of a barrier for teachers teaching in a multigrade classroom with its age defined goals. Group sizes were also often named as a barrier for multigrade teaching and the teachers that teach a big group of students in a team of more than three teachers were less likely to see the purpose and benefits of multigrade teaching.
    Most of the teachers agreed that there was a lack of educating leadership towards multigrade teaching in the schools that they worked in and the findings show that their understanding of the concept is lacking and the possibilities of a multigrade classroom seemed to be somewhat overlooked because of that.

Samþykkt: 
  • 31.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26305


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal - Skemman.pdf946.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - skemman.pdf75.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF