is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26309

Titill: 
  • Faglegt hlutverk forstöðumanna á frístundaheimilum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er farið yfir hlutverk forstöðumanna á frístundaheimilum á Íslandi og starfssvið þeirra innan frístundaheimilanna. Farið er lauslega yfir sögu og starfssvið frístundaheimila á Íslandi og svo er fjallað um rannsókn sem undirritaður vann um faglegt hlutverk forstöðumanna á frístundaheimilum. Frístundaheimili á Íslandi eru lítið rannsökuð og þeim mun minna, hlutverk forstöðumanna þeirra. Skortur á þekkingu á hlutverki þeirra og mismunandi kröfur eftir sveitarfélögum gerir það að verkum að fagleg staða stéttarinnar er veikari þar sem ekki telst ljóst hvað felst í starfi þeirra. Eigindleg rannsókn þar sem tekið var viðtal við fjóra forstöðumenn á frístundaheimilum í fjórum mismunandi sveitarfélögum er því meginviðfangsefni þessarar ritgerðar. Þar kemur fram að faglegt hlutverk forstöðumannanna er fjölbreytt en jafnframt kemur fram að þar falli einna helst undir stjórnun á vinnustað og starfsmönnum þess, faglegri þekkingu á þroska barna og mismunandi þörfum þeirra eftir aðstöðu, og skipulag og umsjón faglegs frístundastarfs. Af þessum þremur þáttum hafa forstöðumenn minnstan undirbúning fyrir stjórnun á vinnustað og hafa minnsta þekkingu á því úr námi og fyrri störfum. Þessi rannsókn á hlutverki forstöðumanna er sú fyrsta sem undirritaður veit af á Íslandi og er því fyrsta skrefið í að skoða hvað leiðtogi og forsprakki í frístundastarfi þarf til brunns að bera til þess að ná tilskildum árangri í starfi við stjórnun frístundaheimila á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 31.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26309


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gísli Ólafsson - faglegt hlutverk forstöðumanna.pdf398.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_lokaverkefni_Gisli Olafsson.pdf171.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF