is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26314

Titill: 
  • „Við líðum ekki einelti, við tökum á því og við hræðumst það ekki“ : forvarnir og viðbrögð nemendaverndarráðs í grunnskóla gegn einelti
  • Titill er á ensku "We do not tolerate bullying, we take action and we are not afraid to" : prevention and response in primary school student protection against bullying
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meistaraprófsritgerð þessi fjallar um hvernig grunnskóli á höfuðborgarsvæðinu vinnur gegn einelti. Unnið var út frá rannsóknarspurningunni: Hvernig vinnur grunnskóli á höfuðborgarsvæðinu gegn einelti?
    Höfundur athugaði hvernig nemendaverndarráð í ákveðnum grunnskóla vinnur gegn einelti í skólanum. Rannsókn um hvernig skóli vinnur gegn einelti er mikilvæg þar sem í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum (nr. 7/2011) segir að grunnskólar landsins eigi að hafa aðgerðaráætlun gegn einelti með virkri viðbragðsáætlun til þess að takast á við einelti. Því er mikilvægt að rannsaka hvort að grunnskólar fari eftir þeim lögum og hvernig þeir vinna gegn einelti. Einelti er viðurkennt samfélagsvandamál og hefur verið rannsakað um allan heim.
    Dan Olweus er virtur fræðimaður á sviði eineltis en hann skilgreinir einelti á þann veg að það feli í sér að einstaklingur verði fyrir síendurtekinni neikvæðri hegðun af hendi eins eða fleiri einstaklinga. Þessari neikvæðu hegðun er beitt viljandi og veldur þolandanum áverka og/eða vanlíðan.
    Rannsóknarsnið verkefnisins er fyrirbærafræðileg nálgun sem er nálgun innan eigindalegrar aðferðafræði. Rannsóknin fór fram í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og tekin voru hálfopnar samræður við fimm einstaklinga sem starfa í grunnskólanum þar sem rannsóknin var framkvæmd. Þessir einstaklingar störfuðu í nemendaverndarráði í skólanum. Í samræðunum var athugað hvernig nemendaverndarráð vinnur gegn einelti í skólanum, bæði með forvarnarstarfi og hvernig brugðist er við þeim tilvikum eineltis sem upp koma.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að samkvæmt stefnu grunnskólans þar sem rannsóknin fór fram sé reynt eftir bestu getu að koma í veg fyrir að einelti eigi sér stað. Unnið er eftir ákveðnu ferli þegar upp koma eineltismál og farið er eftir því þar til eineltið er ekki lengur til staðar. Lögð er áhersla á forvarnir og fræðslu til þess að fyrirbyggja að einelti eigi sér stað. Jákvæður skólabragur skiptir einnig gríðarlega miklu máli þegar unnið er að því að koma í veg fyrir einelti en þá skiptir til að mynda bekkjarstjórnun miklu máli.

  • Útdráttur er á ensku

    "We do not tolerate bullying, we take action and we are not afraid to"
    Prevention and response in primary school student protection against bullying.
    This masters thesis explores how a particular elementary school in the capital area deals with bullying. The research question is: How does an elementary school in the capital area deal with bullying?
    The author examined how the student protection council in a particular elementary school responds to bullying in the school. Exploration of this kind is important since the ordinance about responsibilities and duties of members of the school community in elementary schools (nr. 7/2011) states that all elementary schools in the country shall have an action plan and an active contingency plan against bullying. It is therefore crucial to examine if the elementary schools are following the ordinance, and how they react to bullying.
    Dan Olweus is a respected scholar in the field of bullying, who defines bullying as a person being constantly impacted by the negative behaviour of one or more individuals. The negative behaviour is deliberate and causes the victim injury and/or misery.
    The research format was a phenomenological approach, which falls within the scope of qualitative research. The research was done in an elementary school in the capital area, by way of semi-open interviews with five individuals on the student protection council in the school. The interviews explored how the council fights against bullying within the school, both with preventive actions and reactions to those bullying cases that arise.
    The findings show that the school policy is to try and make sure that bullying doesn‘t take place. They work according to a certain procedure when bullying cases arise and follow those procedures until the cases have been fully closed. The emphasis is on preventative action and education to prevent bullying. A positive school environment is also extremely important when trying to prevent bullying, and a big part of that is class management.

Samþykkt: 
  • 31.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26314


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.162.pdf209.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF
M.ed-lokaritgerð.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna