is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26342

Titill: 
  • Áhrif virkjana á ferðamennsku og útivist: Niðurstöður 3. áfanga rammaáætlunar
Útgáfa: 
  • Október 2016
Útdráttur: 
  • Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið hratt á undanförnum áratugum og eru helstu auðlindir hennar fjölbreytt náttúra og víðerni. En víðernin og náttúran eru ekki einungis mikilvæg auðlind ferðaþjónustunnar, heldur geta þau nýst til orkuframleiðu. Orkuvinnsla dregur hins vegar úr náttúrlegum eiginleikum svæða, þannig að ef nýta skal þau áfram fyrir náttúruferðamennsku, sem gerir kröfur um lítt raskað umhverfi, þarf að velja virkjunarsvæði af kostgæfni. Frá árinu 1999 hefur verið unnið að því að flokka vatnsföll og háhitasvæði hér á landi í vernd, eða orkunýtingu í verkefni sem í daglegu tali kallast rammaáætlun. Verkið skiptist í nokkra áfanga og er á árunum 2013-2017 unnið að 3. áfanga rammaáætlunar. Þar leggja fjórir faghópar skipaðir sérfræðingum á hinum ýmsu sviðum mat á áhrif virkjana og leggur einn þeirra, þ.e. faghópur 2, meðal annars mat á áhrif virkjana á ferðamennsku og útivist. Hér verður greint frá forsendum matsins, þeirri aðferðafræði sem var notuð, og röðun virkjunarhugmyndanna með tilliti til áhrifa þeirra á ferðamennsku og útivist. Samkvæmt mati faghópsins hafa Búlandsvirkjun, Búrfellslundur, Fljótshnjúksvirkjun, Hrafnabjargavirkjun A og Hólmsárvirkjun án miðlunar mestu neikvæðu áhrifin á ferðamennsku og útivist. Niðurstöður rammaáætlunar koma til umfjöllunar og afgreiðslu Alþingis á komandi haustþingi.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XVII
ISSN: 
  • 1670-8725
ISBN: 
  • 978-9935-424-21-1
Samþykkt: 
  • 3.11.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26342


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
VID_AnnaDSæþórdóttir_SigþrúðurSJóhannsdóttir.pdf610.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna