ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2640

Titill

Tengsl hreyfingar og valinna lífsstílssjúkdóma

Útdráttur

Þessi ritgerð fjallar um tengsl hreyfingar og þriggja ólíkra lífsstílssjúkdóma; offitu, krabbamein og streitu. Gerð er grein fyrir hverjum sjúkdómi, orsökum hans og hvernig hreyfing getur verið forvörn gegn þeim eða hluti meðferðar. Einnig er minnst á þær hreyfiráðleggingar sem mælt er með til að halda góðri heilsu. Helstu niðurstöður eru þær að hreyfing hefur jákvæð áhrif á þessa sjúkdóma og þá bæði lífeðlisfræðilega og sálfræðilega. Hún stuðlar meðal annars að þyngdartapi, bætir þol og styrk, eflir ónæmiskerfi líkamans, styrkir hjarta- og æðakerfi og hefur áhrif á bindi-prótein ýmissa hormóna. Að auki stuðlar hreyfing að bættri sjálfsmynd og getur leitt hugann að öðru um stund ef miklar áhyggjur eru til staðar.
Til að minnka hættuna á sjúkdómum sem tengjast hreyfingarleysi ætti að stunda hreyfingu af meðalákefð daglega og auk þess er æskilegt að stunda erfiða hreyfingu að minnsta kosti tvisvar í viku. Meiri hreyfingar er þó þörf til að koma í veg fyrir aldurstengda þyngdaraukningu.

Samþykkt
14.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
heimla_fixed.pdf59,7KBOpinn Heimildaskrá PDF Skoða/Opna
la_fixed.pdf387KBLokaður Heildartexti PDF