is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26428

Titill: 
  • Kveikjum eld - 164. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samkvæmt 164. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þá varðar það fangelsi ekki skemur en í 6 mánuði að valda eldsvoða, sem hefur í för með sér almannahættu. Hafi verkið hins vegar verið unnið svo að fyrirséð var að mönnum yrði bersýnilega lífsháski búinn af því eða augljóst var að eldsvoðinn myndi hafa í för með sér hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna er lágmarksrefsing tveggja ára fangelsi.
    Þetta ákvæði núgildandi hegningarlaga hefur staðið óbreytt frá því lögin voru sett og ekki mikið reynt á það í framkvæmd en það gefur til kynna að almenn sátt ríki um túlkun þess og framkvæmd.
    Í ritgerðinni er ákvæðinu skipt upp og fjallað um hvern þátt þess fyrir sig, þ.e. þýðingu hans og túlkun fyrir dómsstólum. Þá eru tengsl ákvæðisins við önnur ákvæði sömu laga skoðuð ásamt viðeigandi sérrefsilögum. Allt er þetta lagt fram með rökstuðningi og vísun í viðeigandi dóma Hæstaréttar Íslands.
    Þá er í upphafi ritgerðarinnar að finna almenna umfjöllun um það réttarsvið sem um ræðir, refsirétt, ásamt stuttu sögulegu yfirliti í 2. kafla.
    Í 3. kafla ritgerðarinnar er fjallað ítarlega um ákvæðið sjálft og því skipt upp sem áður segir og í 4. kafla náin ákvæði sömu laga skoðuð ásamt sérrefsilögum.
    Í 5. kafla ritgerðarinnar er lögð fram rannsókn á þeim efnisdómum Hæstaréttar sem fallið hafa um ákvæðið frá gildistöku laganna árið 1940. Við úrvinnslu rannsóknarinnar var sérstök áhersla lögð á mat réttarins á því hvort almannahætta væri talin til staðar og til hvers dómstóllinn horfir aðallega til við slíkt mat og ákvörðun refsingar.
    Athugun á dómframkvæmd Hæstaréttar leiddi í ljós að dómstólar horfa hvað mest til aðstæðna á verknaðartíma og þeirra afleiðinga er brot hafði í för með sér eða var líklegt til að hafa í för með sér. Þá virðist bersýnilegur lífsháski manna og yfirgripsmikil hætta á eignatjóni vega hvað þyngst, eðli málsins samkvæmt. Jafnframt leiddi skoðunin í ljós að refsingar hafa í gegnum árin verið sambærilegar og almennt ákvarðaðar neðarlega innan refsimarka ákvæðisins, þó að undanskildum þeim dómum þar sem verknaður olli dauða.
    Eftir vinnslu ritgerðarinnar telur höfundur ekki vera þörf á að gera breytingar á ákvæðinu og sú leið sem valin var hér á landi við uppsetningu á ákvæðinu sé góð og vel heppnuð.
    Að lokum er það mat höfundar að 164. gr. alm. hgl. sé mikilvægt ákvæði hegningarlaga þar sem talsverðir hagsmunir geta verið í húfi þegar brotið er gegn ákvæðinu þá sér í lagi þegar kveikt er í heimilum fólks.

Samþykkt: 
  • 30.11.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26428


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokadrög - Kveikjum eld.pdf706.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing%20-%20Alla%20Rún.pdf47.85 kBLokaðurPDF