is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26445

Titill: 
  • Áhrif starfsþróunar. Breyttar áherslur í mannauðsstjórnun
  • Titill er á ensku Effects of Career Development. A Shifting Focus in Human Resource Management
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Starfsþróun hefur átt sér langa sögu innan mannauðsmála. Hún á að gefa
    starfsmönnum tækifæri til að þróast í starfi. Starfsþróun hefur í auknu mæli verið að
    vaxa innan skipulagsheilda, þar sem að starfsþróunarstjóri er tiltölulega nýtt starf innan mannauðsteyma. Hlutverk starfsþróunarstjóra er að huga vel að þeim möguleikum sem eru hjá fyrirtækinu til að auka gæði náms og þjálfunar hjá fyrirtækjum.
    Áhersla á nám og þróun í starfi hefur aukist aftur núna síðustu ár en áhrif
    fjármálahrunsins haustið 2008 gerði vart við sig í starfsþróun starfsmanna innan
    fyrirtækja. Núna eru bjartari horfur í efnahagsmálum og því hafa fyrirtæki tækifæri til að þjálfa starfsfólk sitt.
    Starfsþróunarmál eru eitt af lykiláherslum fyrirtækisins. Af þeim sökum er mikilvægt
    að þau séu í góðum farvegi og taki mið af þeirri stefnu og nútíma þróun sem á sér stað í umhverfinu, þó þau séu oft yfirgripsmikil.
    Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka hver reynsla stjórnenda mannauðsteyma
    væri af ávinningi starfsþróunar. Starfsþróun hefur mikið verið rannsökuð síðustu ár og
    hafa fræðimenn komist að þeirri niðurstöðu að þörfin fyrir starfsþróun starfsmanna
    muni verða sífellt mikilvægari í tengslum við auknar kröfur á skipulagsheildir um að auka framleiðni, halda í við tækniframfarir og standa sig í samkeppni.
    Rannsóknin var framkvæmd með átta viðtölum við stjórnendur fyrirtækja á
    höfuðborgarsvæðinu í þjónustu,- flutnings og -hátæknigeiranum sem tekin voru í
    október 2016.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að starfsþróun, stjórnandi og
    fyrirtækjamenning leiði til frekari starfsánægju og að starfsmenn verði hliðhollari
    fyrirtæki sínu á vinnustað með því að fá tækifæri til starfsþróunar.
    Einnig sýna niðurstöður rannsóknarinnar, að hvatning, frammistaða og endurgjöf
    hafa mikið vægi í starfsþróun starfsmanna og að starfsmaður sé frekar tilbúin til þess að læra og tileinka sér nýjar aðferðir í starfi sínu ef að stjórnendur sýni starfsmanni áhuga og hvetji hann til frekari starfsþróunar.

  • Útdráttur er á ensku

    Career development has a long history within the field of human resources. Its aim is
    to give employees the opportunity for professional development. Career development
    has been growing increasingly in organizational units, where Development Managers
    are a relatively new role in Human Resources teams. The role of Development Managers is to develop opportunities for improved training and educational quality within the company.
    There is a renewed emphasis on education and career development, after the crash
    in late 2008 had an adverse impact on intra-company career development. The present economic outlook is more positive, which provides companies the opportunity to train their staff.
    Career development is one of a company's key areas of focus. It is therefore vital that
    they career development issues are appropriately channeled and reflect the policies and modern developments taking place in the wider world, even though these are often extensive.
    The aim of this Masters dissertation is to investigate the experiences of leaders of
    Human Resources team in terms of the benefits of career development. Career
    development has been extensively researched in recent years, and the general
    conclusion seems to be that the need for employee career development will continue to gain greater importance in relation to the increased demands on organizational units to improve productivity, keep pace with technological developments, and stay ahead of the competition.
    This research was conducted by interviewing eight corporate leaders in the capital
    area, working in the services, transportation, and technology fields, in October 2016.
    The main conclusion of this research is that career development, leadership, and
    corporate cultures increase career satisfaction, and that staff's loyalty to their company increases with better career development opportunities.
    The conclusions of the research also show that encouragement, performance and
    feedback are important factors in employee development, and that employees are more likely to be willing to learn and adopt new working methods if their leaders show
    interest in the employee and encourage them to develop their career further.

Samþykkt: 
  • 8.12.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26445


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc Elín Kristín Guðmundsdóttir Lokaeintak.pdf1.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf576.99 kBLokaðurPDF