ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26451

Titill

Stefnuviti Speculands í íslensku samhengi: Hagnýt aðferð við innleiðingu breytinga

Skilað
Febrúar 2017
Útdráttur

Megin tilgangur rannsóknarinnar er að auka skilning á og vitund um aðferðafræði sem kallast Stefnuvitinn sem og kanna hvernig íslenskir stjórnendur hafa notað hann sér til stuðnings við innleiðingu nýrra stefna. Greint er frá hlutverki breytingastjórnunar sem og hlutverki stjórnenda eða leiðtoga í breytingaferli, tegundum breytinga, andstöðu starfsfólks og stjórnenda við breytingar og mögulegum ástæðum fyrir andstöðunni. Einnig er tæpt á helstu kenningum eða líkönum sem breytingastjórnun býr yfir en því næst er fjallað um aðferðafræði Robin Speculand og sérstaklega er tekin fyrir átta þrepa aðferðafræði hans sem kallast Stefnuvitinn.
Við gerð þessarar rannsóknar var farið ítarlega í bækur Speculand og gerð grein fyrir aðferðafræði hans, hugmyndum og líkönum. Jafnframt var stuðst við eigindlega aðferðafræði og tekin voru viðtöl við tvo viðmælendur. Í viðtölunum var reynt að fá fram mat viðmælenda á aðferðafræði Speculand og greina frá þeirra reynslu af átta þrepum Stefnuvitans.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að Stefnuvitinn er tæki sem nýtist afar vel við innleiðingu nýrra stefna. Þrepin sem heyra undir Stefnuvitann bjóða upp á skýrt skipulag, hvetja til aðgerða og leiðbeina leiðtogum í gegnum hvert skref innleiðingarinnar. Stefnuvitinn er aðgengilegt og þægilegt tæki sem byggist á heilbrigðri skynsemi og mikilvægi forgangsröðunnar og reyndust viðmælendur rannsóknarinnar ánægðir að notast við hann við innleiðingu nýrra stefna.

Samþykkt
14.12.2016


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
StefnuvitiSpeculan... .pdf1,31MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna
YfirlysingSkemmaSigny.jpg1,57MBLokaður Yfirlýsing Unknown