ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26455

Titill

Hunda- og kattahald í fjöleignarhúsum. Reglur 33. gr. a - d laga nr. 26/1994

Efnisorð
Skilað
Desember 2016
Útdráttur

Hunda- og kattahald í fjöleignarhúsum er umræða sem margir kannast við og kemur alltaf reglulega upp. Margir vilja halda hunda og ketti sem gæludýr þó svo búið sé í fjöleignarhúsi. Þá getur alltaf komið upp það vandamál að aðrir eigendur í fjöleignarhúsinu kæri sig ekki um að hundar eða kettir séu búsettir í sama stigagangi eða húsi. Því er mikilvægt að hafa skýrar lagareglur um þessi mál og hefur mátt finna reglur um hunda- og kattahald í fjöleignarhúsum allt frá því að núverandi fjöleignarhúsalög tóku gildi í ársbyrjun 1995. Sú lagasetning var svo endurskoðuð árið 2011 og komu þá ný ákvæði inn í lögin. Í þessari ritgerð verður fjallað um hunda- og kattahald í fjöleignarhúsum út frá ákvæðum 33. gr. a.-d í lögum nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar verður fjallað almennt um eignarrétt og fjöleignarhúsalögin. Í 4. kafla verður ferill frumvarpsins sem varð að breytingunni rakinn og ástæður breytinganna skoðaðar. Í 5. kafla verður síðan hver og einn liður 33. gr. a - d tekinn fyrir og skoðaður sérstaklega út frá álitum eða úrskurðum sem hafa gengið. Í síðasta kaflanum eru svo skoðuð úrræði og afstaða löggjafans við vandamálum sem geta komið upp varðandi hunda og ketti í fjöleignarhúsum. Í ritgerðinni er lögð áhersla á að skoða 33. gr. a - d og farið í gegnum veigamestu málsgreinar hvers ákvæðis fyrir sig.

Samþykkt
14.12.2016


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Hunda- og kattahal... .pdf758KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna
Yfirlýsing.pdf756KBLokaður Yfirlýsing PDF