ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26456

Titill

Samningsbundin vanefndaúrræði. Skuldbindingargildi samkeppnisákvæða í vinnusamningum og þau vanefndaúrræði sem af þeim leiða

Efnisorð
Skilað
Desember 2016
Útdráttur

Færst hefur í vöxt síðustu áratugi að setja samkeppnisákvæði í vinnusamninga og samninga um sölu atvinnufyrirtækja en með slíku ákvæði geta atvinnurekendur komið í veg fyrir að starfsmenn sínir fari að vinna fyrir samkeppnisaðila eða stofni sjálfir fyrirtæki í beinni samkeppni við sig. Þannig geta atvinnurekendur tryggt betur hagsmuni sína, sem felast meðal annars í samkeppnishæfni á markaði og viðskiptavild. Almennt gildir samningsfrelsi um vinnusamninga en með því að gangast undir ákvæði um samkeppnisbann eru starfsmenn að afsala sér vissu persónufrelsi og samþykkja skerðingu á öðrum mikilvægum mannréttindum sínum, atvinnufrelsinu, ásamt möguleikanum til að nýta sérstaka reynslu sína og þekkingu í framtíðinni.
Í þessari ritgerð, sem er lokaverkefni til BA gráðu í lögfræði, verður fjallað um skuldbindingargildi samkeppnisákvæða í vinnusamningum ásamt þeim samningsbundnu vanefndaúrræðum sem af þeim leiða. Í því samhengi verður dómaframkvæmd hérlendis skoðuð en ekki verður farið í erlenda dómaframkvæmd. Fyrst verður þó gerð grein fyrir þeim grundvallarreglum sem hafa verður í huga þegar samkeppnisákvæði eru annars vegar ásamt því að farið verður yfir tilgang samkeppnisákvæða og mikilvægi trúnaðarskyldunnar. Að lokum er hugtakið févíti skoðað, en algengt er að samið sé um févíti samhliða samkeppnisákvæðum.

Samþykkt
15.12.2016


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaverkefni. Sandra_Sif.pdf625KBLæst til  1.1.2100 Heildartexti PDF  
Yfirlýsing. Sandra.pdf19,6KBLokaður Yfirlýsing PDF