is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26463

Titill: 
  • Hæfni og þróun leiðsögumanna í starfi. Hæfni í mannlegum samskiptum er lykilatriði.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á Íslandi hefur starf leiðsögumanna lítið verið rannsakað einkum varðandi starfsþróun
    og fræðslu til þeirra. Þessi staðreynd vakti áhuga höfundar á efni ritgerðarinnar.
    Markmið verkefnisins er að rannsaka viðhorf leiðsögumanna til þróunar í starfi. Hvaða
    hæfni er mikilvægt að leiðsögumaður búi yfir og hvernig hann þróar sína þekkingu og
    færni í starfi.
    Eigindleg aðferðafræði var notuð í rannsókninni og hálfopin viðtöl. Tekin voru
    viðtöl við átta fastráðna leiðsögumenn sem hafa lokið leiðsögunámi og eru búnir að
    starfa í að minnsta kosti tvö ár í ferðaþjónustufyrirtæki sem leiðsögumenn eftir að námi lauk.
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós að leiðsögumenn virðast meðvitaðir um mikilvægi
    þróunar í starfi. Misjafnt er hversu vel ferðaþjónustufyrirtækin huga að starfsþróun
    leiðsögumanna. Það fer að miklu leyti eftir því hvernig ferðir fyrirtækin bjóða upp á.
    Meiri fræðsla og þjálfun er í boði fyrir leiðsögumenn í ævintýraferðum sem krefjast
    frekari þjálfunar og réttinda heldur en þeirra sem fara í dagsferðir á ýmsa vinsæla staði.
    Lág laun leiðsögumanna virðast vera ákveðin hindrun þess að þróast í starfi, sérstaklega ef þeir þurfa að borga sína endurmenntun sjálfir. Þar að auki virðist það ekki vera hvetjandi ef peningastyrkur frá fyrirtækinu til frekari menntunar eða áhugaverð námskeið hjá fyrirtækinu eru ekki í boði. Viðmælendur þessarar rannsóknar vildu meina að leiðsögustarfið ætti að vera lögverndað starfsheiti og að þeir sem starfa sem leiðsögumenn ættu að vera búnir með leiðsögunám. Ástæðan fyrir því er öryggi ferðamanna sem og orðspor Íslands sem ferðaþjónustuland.
    Viðmælendur rannsóknarinnar voru allir sammála um það að hæfni í mannlegum samskiptum væri númer eitt tvö og þrjú ef einstaklingur ætlar að starfa sem leiðsögumaður.

Samþykkt: 
  • 16.12.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26463


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAEINTAK.pdf2.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16-2.pdf80.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF