is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26473

Titill: 
  • "Ég hef alltaf gert þetta svona." Hvað hvetur eða letur starfsþróun?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefnið er ritgerð til meistaraprófs í opinberri stjórnsýslu við Stjórnmálafræðideild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Viðfangsefni ritgerðarinnar er úttekt á starfsemi stjórnsýslu Menntavísindasviðs sama skóla (MVS) með það að markmiði að kanna hvort þættir sem hvetja eða letja starfsþróun eru til staðar og fara í umbótaferli ef þess gerist þörf.
    Í fyrri hluta verkefnisins er umhverfið skoðað, ásamt þeim gildum og lykilmælikvörðum sem settir eru fram í stefnu Háskóla Íslands (HÍ 21) og snúa að stjórnsýslu og mannauði. Þá er farið yfir helstu stjórnunarkenningar auk nýrri hugmynda um opinbera stjórnsýslu sem fram hafa komið á síðustu áratugum s.s. um nýskipan í ríkisrekstri og samhenta stjórnsýslu. Sérstakri athygli er beint að kenningum breytingastjórnunar.
    Seinni hlutinn snýr að rannsókninni sjálfri, aðferðafræði og niðurstöðum og í lokin eru settar fram aðgerðir til úrbóta. Settar eru fram hugmyndir um hvað mögulega hamlar starfsþróun í einingunni og þær skoðaðar. Það er gert með því að skoða upplifun starfsmanna á verkefnum sínum og nýtingu þeirra verkfæra sem þeir hafa til að sinna þeim, stjórnun, samstarfi og fleiri þáttum sem snúa að störfum þeirra og þeir telja hvetja eða letja starfsþróun.
    Helstu niðurstöður eru þær að úrbóta er þörf í stjórnsýslu MVS. Tveir þriðju þeirra starfsmanna sem svara telja þörf á að efla sig sem starfsmenn. Þrátt fyrir það eru langflestir þeirra ánægðir í starfi. Mikill meirihluti telur þætti vera til staðar innan stjórnsýslunnar sem hvetja til starfsþróunar en tæpur helmingur starfsmannanna telur þætti til staðar sem hamla starfsþróun. Kallað er eftir markvissari stjórnun, skýrari stefnu og framtíðarsýn auk betri skilgreiningar starfa. Þjálfun starfsmanna og eftirfylgni með nýjungum er ábótavant og tryggja þarf frekara samstarf og samvinnu, bæði innan MVS en ekki síður innan HÍ sem heildar. Leita þarf leiða til að auka upplýsingaflæði, dreifa verkefnum frekar til að jafna álag og nýta þannig starfskrafta sviðsins betur. Huga þarf einnig að bættu starfsumhverfi og þeim verkfærum og tækni sem í boði eru. Það er því ljóst að stjórnendur standa frammi fyrir áskorunum um að snúa hlutum til betri vegar.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is for the completion of the degree of Master of Public Administration at the University of Iceland. The study evaluates admininistrative operations at the University’s School of Education with the purpose of determining whether factors promoting or hindering career development are present, and to initiate reforms as needed.
    First, the study assesses the environment as well as the values and key indicators pertaining to administration and human capital that are emphasized in the University of Iceland’s strategic plan for 2016-2021. Important theories in management science are discussed along with ideas in public administration that have emerged in recent decades, such as New Public Managenment and Joined-up Government. Particular attention is given to change management theories.
    The survey, its methodology and conclusions are presented in the latter part of the thesis, followed by strategic actions for improvement. Potential obstacles to career development, that may exist in the division, are presented and considered through an analysis of the administrative staff’s perception of their tasks and the tools at their disposal along with management and team-work, and further aspects of their work environment that they feel either encourage or discourage career development.
    The main conclusions are that reform is needed in the administration and administrative services at the School of Education. Two thirds of those responding to the survey feel a need to enhance their performance at work. Nevertheless, most report high job satisfaction. A large majority of respondents note that career development is encouraged by factors in the work environment while just under half of respondents perceive that barriers to career development are present. Respondents call for more purposeful management, a clearer strategy and vision, and more clearly defined job descriptions. Employee training and follow-through for new developments and techniques are found lacking. Increased team work and cooperation must be ensured, not only within the School of Education but also throughout the University of Iceland. The flow of information must be strengthened and task delegation improved for more efficent use of employees’ work hours. Furthermore, the work environment as well as available tools and technology are in need of attention. It is now up the the School of Education’s top administrators to step up the challenge of leading the reform that is clearly needed.

Samþykkt: 
  • 21.12.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26473


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPA - Björg Gísladóttir.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Björg Gísla.pdf990.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF