is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26502

Titill: 
  • Áhrif ólíks efnis frá fyrirtækjum á Facebook á virkni aðdáenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markaðssetning á samfélagsmiðlum verður sífellt stærri hluti af markaðsstarfi fyrirtækja og sýna rannsóknir að markaðsstjórar gera ráð fyrir að mun meira fjármagni verði varið á þeim vettvangi á næstu árum. Á sama tíma eru þó merki um að sum fyrirtæki séu á ýmsan hátt að vannýta möguleika þessara miðla. Algengt er að lögð sé áhersla á mikilvægi efnismarkaðssetningar á þessu sviði sem ætlað er að byggja upp samband við viðskiptavini frekar en að fjalla með beinum hætti um vöru eða þjónustu. Markmið þessarar rannsóknar var annars vegar að skoða tegund og eðli þess efnis sem fyrirtæki setja á síður sínar á vinsælasta samfélagsmiðli dagsins í dag, Facebook. Hins vegar var ætlunin að skoða þá virkni sem efnið framkallar hjá neytendum og hvort tegund og eðli hafði einhver áhrif á hana. Eðli færslna var flokkað eftir aðferð sem byggir á sölumennskufræðum, sem viðfangsefnis-, víxlverkunar- og sjálfsmiðað. Fylgst var með virkni neytenda við færslur frá 36 fyrirtækjum yfir fjögurra vikna tímabil. Fyrirtækin tilheyrðu þremur ólíkum vöruflokkum; matvöru, fatnaði og fjarskiptaþjónustu og skoðað var hvort munur væri á virkni með tilliti til þeirra. Samkvæmt niðurstöðunum var lang-algengasta tegund færslu mynd með texta og langalgengasta eðli var viðfangsefnis-miðað. Víxlverkunarmiðað eðli hafði jákvæð áhrif á viðbrögð („like“ o.s.frv.), deilingar og ummæli en viðfangsefnismiðað eðli aðeins á viðbrögð. Þetta er í samræmi við þá hvata sem greindir hafa verið að baki því að fólk fylgi fyrirtækjum á Facebook, sem eru helst að fá nýtt uppfært efni, skemmtun og upplýsingar um vörur og þjónustu. Rannsakendur á sviði markaðssetninga á samfélagsmiðlum þurfa, líkt og fyrirtæki, að horfa til þessara hvata og tryggja að aðferðafræði þeirra sé í samræmi við þann raunveruleika sem blasir við okkur á samfélagsmiðlunum hverju sinni, þar sem möguleikar á markaðssetningu og notkun á þeim tekur stöðugum og örum breytingum.

Samþykkt: 
  • 6.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26502


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif ólíks efnis frá fyrirtækjum á Facebook á virkni aðdáenda.pdf667.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf425.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF