is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26508

Titill: 
  • Kvíði meðal háskólanema: „Ég var svo staðráðin í því að leyfa kvíðanum ekki að vinna."
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í reynslu meistaranemenda sem greindir eru með kvíðaraskanir og hafa náð árangri í háskólanámi. Leitað var svara við því hvernig kvíðaröskun hefur áhrif á daglegt líf og námsferil nemenda ásamt því að kanna hvaða styrkleika þeir telji hafa hjálpað sér við að ná árangri í námi. Áhersla var lögð á að upplýsa hvernig háskólaumhverfið kom til móts við þarfir þáttakenda og hvað þeir telji að betur mætti fara. Rannsóknin var unnin eftir eigindlegri rannsóknaraðferð og byggist á viðtölum við sjö meistaranemendur við Háskóla Íslands sem glíma við kvíðarsakanir.
    Niðurstöður leiddu í ljós það samhljóða álit viðmælenda að kvíðinn hafi verið þeirra stærsta hindrun í háskólanáminu. Viðmælendur hafa þó allir haldist í námi þrátt fyrir þessa hindrun og telja þeir það vera vegna persónulegra styrkleika eins og þrjósku, trúar á eigin getu, góðs námsgengis og jákvæðs hugarfars ásamt stuðningi frá einstaklingum í umhverfi þeirra. Viðmælendur töldu mikilvægt að bæta þurfi fjölbreytileika og sýnileika úrræða Háskóla Íslands þar sem meirihluti þeirra vissi ekki um þau úrræði sem stóðu þeim til boða. Að lokum töldu þeir að auka þyrfti fræðslu kennara á kvíðaröskunum því mikilvægt væri að þeir geti sýnt nemendum sínum sem glíma við kvíðaraskanir skilning.

  • Útdráttur er á ensku

    The main object of the present study was to learn from the experience of master's degree students, that had been diagnosed with anxiety disorder and had still been successful in their higher degree studies. The study focused on how anxiety disorder affects the daily life of the students and their educational career. It also explored what strengths they believe have helped them in gaining results in their studies. An emphasizis was placed on gaining knowledge on the participants' experience as to how the university environment had met their needs and what they think could be improved. The research was done using a qualitative research method and is based on interviews with seven students working on their master's degree at the University of Iceland while tackling anxiety disorder.
    The interviewees all agreed that the anxiety had been their biggest obstacle during their studies. In spite of this obstacle the interviewees have all continued their studies and attributed their success to personal strengths like obstinacy, believing in themselves, good grades and positive thinking, as well as support from persons in their environment. The interviewees thought it very important to improve the multiplicity and the visibility of the solutions offered by the University of Iceland to students tackling anxiety disorder as the majority of the students was not aware of solutions offered to the students. Furthermore, they believed it was necessary to increase knowledge on anxiety disorder among lecturers at the University of Iceland, as it is important for the lecturers to be able to understand the needs of their students tackling this disorder.

Samþykkt: 
  • 6.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26508


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_ritgerð_HildurFransiskaBjarnadóttir.pdf1.83 MBLokaður til...01.01.2050HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_.pdf79.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF