is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26527

Titill: 
  • Traust milli stjórnenda og starfsmanna á vinnustað. „Þetta er eins og hjónaband“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið með rannsókninni er að skoða og skilja betur hvað felst í trausti á vinnustað, hver birtingarmynd þess sé og hvaða aðferðir stjórnendur nota til að byggja upp traust á vinnustaðnum. Embætti ríkisskattstjóra varð fyrir valinu sem vinnustaður og tekin voru viðtöl við átta stjórnendur embættisins. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð til að kanna viðhorf stjórnenda til trausts og hvað þeim þætti mikilvægt í fari stjórnenda og starfsmanna til að traust ríki á vinnustaðnum. Einnig var skoðað hvaða þættir hefðu aðallega áhrif á að traust skapist. Þá var forystustíll æðsta stjórnanda skoðaður og borinn saman við kenningar um þjónandi og umbreytandi forystu. Helstu niðurstöður voru þær að stjórnendur töldu að heiðarleiki væri mikilvægasta einkenni trúverðugs stjórnanda en þeim þótti einnig mikilvægt að stjórnandinn væri aðgengilegur og sýnilegur starfsfólki sínu. Hollusta og auðmýkt voru einnig nefnd sem mikilvæg einkenni. Þegar kom að starfsmönnum var samviskusemi mikils metin en einnig jákvætt lundarfar, hollusta og frumkvæði í samskiptum. Gott upplýsingaflæði var talið stuðla að trausti á vinnustaðnum og að stjórnendur leituðu eftir áliti starfsfólks við ákvörðunartöku, en óheiðarleg meðferð trúnaðarupplýsinga var talin hafa neikvæðust áhrif á traust. Þær aðferðir sem stjórnendur notuðu við að efla traust voru áhersla á jafningjastjórnun, að viðhalda góðum starfsanda, vanda val nýrra starfsmanna og byggja upp liðsheild á vinnustaðnum. Höfundur telur að leiðtogastíll æðsta stjórnanda hafi áhrif á það traust sem ríkir innan stofnunarinnar og að kenningar um umbreytingaforystu eigi við.
    Efnisorð: Traust, Trúverðugleiki, Ábyrgð, Þjónandi forysta, Umbreytandi forysta

Samþykkt: 
  • 9.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26527


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokautgafa-meistararitgerðar-AstuSoffiu.pdf602.84 kBLokaður til...01.01.2100HeildartextiPDF
yfirlysing2.pdf290.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF