ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2653

Titill

Þekkingartap við starfslok lykilstarfsmanna í þekkingarfyrirtækjum

Útdráttur

Hæfileiki skipulagsheilda til að afla sér þekkingar og nýta hana á skilvirkan hátt skilur á milli feigs og ófeigs í samkeppnisumhverfi. Þegar þær missa lykilstarfsmann hverfur með honum dýrmæt þekking sem hefur áhrif á starfsemi og afkomu
skipulagsheildarinnar. Rannsóknir á þekkingartapi eru þrátt fyrir það akmarkaðar.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna þekkingartap hjá tveimur íslenskum
þekkingarfyrirtækjum og skoða hvaða aðferðum þau beita til að lágmarka tapið.
Áhersla var lögð á að skoða annars vegar áhrif þess að missa frá sér lykilstarfsmann
með mikla þekkingu og hins vegar að skoða aðferðir sem stjórnendur beita til að halda mikilvægri þekkingu og koma í veg fyrir að hún tapist.
Rannsóknaraðferðin var eigindleg raundæmisrannsókn. Tvö þekkingarfyrirtæki á sviði upplýsingatækni og endurskoðunar/ráðgjafar voru skoðuð. Niðurstöðurnar sýndu að áhrifin voru m.a. aukið álag á starfsmenn, lausnir verkefna gengu ver og voru tímafrekari, tengsl við viðskiptavini og birgja löskuðust, aukin hætta var á að fleiri létu af störfum og kostnaður jókst. Tækifæri til breytinga sköpuðust hins vegar. Til að halda í mikilvæga þekkingu lögðu fyrirtækin áherslu á annars vegar menningu sína sem þekkingarfyrirtækis og hins vegar þekkingarmiðlun með því að efla félagsleg
tengsl milli starfsmanna og þróa kerfi sem hvetja til aukinna samskipta þeirra.

Samþykkt
15.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
lokautgx_fixed.pdf3,28MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna