is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26555

Titill: 
  • Upplifun fanga á félagslegum veruleika sínum og öryggi í fangelsi „... mér fannst bara talað niður til mín og hugsa kannski bara um okkur eins og nautgripi í búri …”
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar eigindlegu rannsóknar var að fjalla um ofbeldi í fangelsum og byggir á upplifun einstaklinga sem setið hafa af sér refsidóma. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi á sér stað innan fangelsa bæði af hendi samfanga og starfsmanna en hefur ekki verið rannsakað hér á landi. Áhersla var lögð á það að kanna hvernig einstaklingar upplifa félagslegan veruleika sinn og öryggi í fangelsi. Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í upplifun einstaklinga með tilliti til öryggis, valdbeitingar og/eða ofbeldis á meðan þeir afplánuðu. Tekin voru ellefu hálfstöðluð viðtöl við karlmenn sem hafa afplánað í fangelsi til að kanna hvort eða hversu mikið ofbeldi væri í fangelsi og hver væri rót þess. Fjallað var um kenningar um ofbeldi í fangelsum og þær hafðar til hliðsjónar við túlkun á niðurstöðum og má þar nefna álagskenningu Agnew. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að ofbeldi í öllum sínum birtingarmyndum er að finna í fangelsi. Viðmælendur upplifðu ofbeldi, urðu vitni að því eða beittu því sjálfir á samfanga sína. Niðurstöðurnar eru í samræmi við erlendar rannsóknir og viðurkenndar kenningar um ofbeldi í fangelsum. Vonast er til þess að niðurstöður nýtist í stefnumótun um aðbúnað og gæslu afplánunarfanga.
    Lykilorð: ofbeldi, tilfinningalegt ofbeldi, líkamlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, fangelsi, afplánun

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this qualitative research was to explore violence in prison based on the experience of individuals who have finished their sentence. Foreign studies have shown that violence occurs within prisons both by other prisoners and by employees but no previous research has been conducted in Iceland on this subject. Emphasis was placed on exploring how former prisoners experience their social reality and their safety while in prison. The main goal of this study was to gain insight into the experience of individuals with regard to safety, use of force and/or violence while they were in prison. Eleven semi-standardized interviews were contucted with men who have served time, to investigate whether or how much violence took place and what caused it. The results of this study indicate that violence in all its manifestations can be found in prison. The participants experienced violence, witnessed it or used physical force on other prisoners. These results are consistent with other published studies and accepted theories of violence in prisons. The findings can be useful for policies on detention facilities and custody of convicted prisoners.
    Key words: Violence, emotional abuse, physical violence, sexual abuse, prison, incarceration

Samþykkt: 
  • 10.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26555


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nína Jacqueline Becker_lokautgafa.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_Nina_Jacqueline.pdf319.53 kBLokaðurYfirlýsingPDF