is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2655

Titill: 
  • Afdrif eignarfallsins: Staða eignarfalls í íslensku nútímamáli
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um stöðu eignarfalls í íslensku. Viðfangsefni hennar eru breytingar á eignarfallsmyndum sterkra nafnorða í eintölu. Undanfarin ár hafa hvers kyns frávik frá hefðbundnu eignarfalli gengið undir nafninu „eignarfallsflótti“. Greint er frá skrifum þeirra Helga Skúla Kjartanssonar og Ástu Svavarsdóttur um efnið og hefðbundin beyging sterkra nafnorða sýnd. Eignarfallsmyndir þar sem hefðbundnar eignarfallsendingar falla brott eða breytast kýs ég að kalla „endingarlaust eignarfall“ og „breytt eignarfall“.
    Í upphafi var dæmum um óhefðbundið eignarfall safnað úr útvarpi og af vefsíðum og þau flokkuð eftir kynjum og beygingamynstrum. Í framhaldi af dæmasöfnuninni var könnun lögð fyrir þrjá 15 manna hópa fólks á mismunandi aldri. Niðurstöður könnunarinnar eru í stuttu máli þær að aldur fólks virðist skipta meira máli en menntun þess og C-hópur, yngsti hópurinn, fólk yngra en 25 ára og flest á framhaldsskólaaldri, sker sig töluvert úr hvað varðar notkun óhefðbundins eignarfalls. A-hópur, fólk eldra en 50 ára velur að mestum hluta hefðbundið eignarfall. Hjá A-hópi og B-hópi (25-50 ára) má þó merki um breytingar á þeim beygingar-mynstrum þar sem breytingar eru lengst komnar.
    Minnstra breytinga verður vart í beygingu kk. orða og einkvæðra kvk. og hk. orða og þar kemur vafi málnotenda fram í því að hafna báðum gerðum eignarfalls. Fleirkvæð kvk. og hk. orð hafa orðið fyrir meiri breytingum og svo virðist sem allmargir málhafar geti bæði notað hefð-bundna og endingarlausa eignarfallsmynd af þeim orðum. Drepið er á sambærilegar breytingar á eignarfalli í færeysku og norsku og að lokum er leitað skýringa á því hvers vegna beygingakerfi íslenskunnar breytist einmitt nú eftir litlar breytingar í margar aldir. Skýringa er bæði leitað í eiginleikum tungunnar, t.d. t.d. einföldun á beygingarreglum og því hvort tvíliðahneigð stuðli að styttingu langra orðmynda, og ytri aðstæðum eins og örum þjóðfélagsbreytingum á síðustu áratugum. Niðurstaðan er sú að breytingarnar muni vera samspil margra þátta.

Samþykkt: 
  • 15.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2655


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
_afdrif_fixed.pdf1.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna