is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26575

Titill: 
  • „Maður upplifir ennþá smá fangelsisvist“: Upplifun, reynsla og líðan kynferðisbrotamanna af endurkomu út í samfélagið
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mikil áhersla hefur verið á brotaþola og áhrif kynferðisofbeldis í fræðunum hingað til enda er kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum alvarlegt mál og getur haft mikil áhrif á brotaþola. Mun minna er um að þessi málefni hafi verið skoðuð út frá brotmönnunum sjálfum hér á landi og því var talið mikilvægt að nálgast efnið út frá því sjónarhorni. Markmið rannsóknar þessarar er að afla upplýsinga sem geta leitt til aukins skilnings á aðstæðum einstaklinga sem brjóta kynferðislega gegn barni eftir afplánun dóms sem og vísbendinga sem geta gefið til kynna hvað hægt er að gera til að aðlögun þessara einstaklinga að samfélaginu verði með öruggum hætti svo sem eins og hvað varðar búsetu, atvinnuþátttöku og félagsstarfi. Hér verður einkum staldrað við aðlögun út í samfélagið, lífsgæði þeirra og aðstæðubundnar athafnir. Einnig verður horft til þess hvað geti aukið líkur á endurtekinni brotahegðun og hvað samfélagið geti gert til að draga úr líkum á endurteknum brotum. Tekin voru viðtöl við sex einstaklinga sem brotið hafa kynferðislega gegn barni. Niðurstöður benda til að þessi einstaklingar verði fyrir fordómum og stimplun í samfélaginu. Þeir óttast viðbrögð almennings og virðast eiga erfitt uppdráttar. Viðmælendur töldu meðferð fyrir einstaklinga sem brjóta kynferðislega gegn börnum ábótavant. Þeir hefðu viljað meiri meðferð í afplánun. Það kom í ljós að þeir gerðu sér ekki grein fyrir því að hægt væri að leita sér aðstoðar fagfólks áður en brot á sér stað. Það er mikilvægt að koma á laggirnar einhvers konar forvarnarprógrammi hér á landi sem gæti dregið úr kynferðisbrotum gegn börnum.

Samþykkt: 
  • 10.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26575


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerð_Henrietta Ósk Gunnarsdóttir_10.01.2017_ (1).pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
20170110T140630.pdf337 kBLokaðurYfirlýsingPDF