ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2665

Titill

Þrenna íþróttakonunnar: Er lág beinþéttni hjá íþróttakonum, sem þjáðst hafa tímabundið af átröskunum og tíðaóreglu, afturkræf?

Útdráttur

Þrenna íþróttakonunnar felur í sér innbyrðis tengsl átraskana, tíðaóreglu og minnkaðrar beinþéttni. Aðalmarkmið ritgerðarinnar er að skoða og taka saman þær rannsóknir sem gerðar hafa verið um langtímaáhrif þrennu íþróttakonunnar á beinþéttni, hvort það beintap sem verður í kjölfarið sé afturkræft eða óafturkræft og hvort þau meðferðarúrræði sem notuð eru séu að skila tilætluðum árangri. Þar að auki er markmið þessarar ritgerðar að greina frá helstu einkennum og áhættuþáttum þrennunnar og hlut sjúkraþjálfara í meðhöndlun, greiningu og forvörnum. Fleiri rannsóknir á langtímaáhrifum þrennu íþróttakonunnar á beinþéttni eru nauðsynlegar og þrátt fyrir aukið umtal á seinustu 10-15 árum er ennþá margt sem á eftir að rannsaka. Nýlegar rannsóknir gefa tilefni til bjartsýni á að með endurheimt eðlilegra tíða og þyngdaraukningu komist beinþéttni íþróttakonunnar nálægt eðlilegum viðmiðum kyrrsetukvenna. Hlutverk sjúkraþjálfara í meðferð þrennu íþróttakonunnar er ekki búið að skilgreina nákvæmlega en mikilvægt er að sjúkraþjálfarar haldi sér vel upplýstum og séu leiðandi í forvörnum og fræðslu um einkenni þrennunnar.

Samþykkt
15.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
loka_fixed.pdf800KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna