is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26658

Titill: 
  • Di gantse velt shteyt oyf der shpits tsung: Das Jiddische in Deutschland zur Zeit der Aufklärung und sein Rückgang im deutschsprachigen Raum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-prófs í þýsku við Hugvísindasvið Háskóla Íslands á haustmisseri 2016-2017. Í henni er fjallað um jiddísku á tímum upplýsingarinnar í Þýskalandi. Jiddíska er tungumál sem talað er af ákveðnum hópi gyðinga og byggir hún að miklu leyti á þýsku og hebresku. Fjallað verður stuttlega um uppruna hennar og þróun í Þýskalandi, ásamt stöðu hennar innan gyðingasamfélagsins sjálfs. Jiddísku var þar mismunað á ýmsan hátt og jafnvel talin óæðra tungumálið, hebreska var álitin æðri. Álíka fordómar birtust einnig, oft samhliða gyðingafordómum, dagsdaglega í samfélaginu. Þess lags mismunun, sem og boðskapur hinnar gyðinglegu „Haskala“-hreyfingar, sem talaði gegn notkun jiddísku í þágu bættrar stöðu gyðinga í samfélaginu, stuðlaði smám saman að hnignun jiddískunnar á þýska málsvæðinu.
    Meginmál ritgerðar skiptist í fimm kafla. Í öðrum kafla, að loknum inngangi, eru jiddísku gerð stutt skil, hvernig hún varð til, hver helstu einkenni hennar eru og loks hvernig stöðu hennar innan gyðingasamfélagsins er háttað. Í næsta kafla er saga jiddískunnar í Þýskalandi fram að upplýsingu rakin. Þriðji og viðamesti kaflinn snýr svo beint að upplýsingatímabilinu í Þýskalandi og hvaða skoðanir ríktu þá. Könnuð verða rótgróin hugrenningatengsl jiddískunnar við „bófamál“ (Rotwelsch) svokölluð og hvernig sú tengsl hömluðu framþróun hennar. Einnig verður fjallað um hvernig jiddískan gat haft „leynilegt“ hlutverk, sem olli gjarnan tortryggni, einkum í viðskiptum. Í lok kaflans verður svo fjallað um málsamlögun jiddískunnar, þ.e. hvernig hún vék smám saman fyrir þýskunni í gyðingasamfélaginu í Þýskalandi og hvernig meðlimir „Haskala“, oft nefnd gyðinglega upplýsingin, fordæmdu notkun hennar, ef gyðingar ætluðu sér samfélagslegan frama. Í fimmta og síðasta kaflanum verður saga jiddískunnar eftir upplýsinguna stuttlega rakin, þar sem helst ber að nefna tortímandi áhrif seinni heimsstyrjaldarinnar og Helfararinnar á mælendur hennar.

Samþykkt: 
  • 20.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26658


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd.pdf281.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
20170120084957595.pdf34.62 kBLokaðurYfirlýsingPDF