is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26660

Titill: 
  • Hin vitiborna vél: Er viðeigandi að gervigreind sinni öllum mannanna verkum eða er hún takmörkunum háð?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • „Hugsandi“ vélar hafa fremur verið viðfangsefni skáldskapar en vísinda. Á því hefur orðið breyting. Nú keppast tölvunarfræðingar við að hanna öflug gervigreindarforrit sem sýna fram á afar mikla færni í aðskiljanlegustu verkefnum. Tilhneiging er til að álíta að hin vitræna hegðun þessarra forrita sé merki um vitsmuni og að vél geti búið yfir hugarástandi. Meðal annars þess vegna telja ýmsir fræðimenn að henni séu ekki takmörk sett umfram menn. Andstæð viðhorf gera því skóna að enginn eðlismunur sé á færustu gervigreindarforritum og einföldum tölvuforritum. Gervigreind skilji ekki aðgerðir sínar og sé ófær um að bera ábyrgð. Aðgerðir og aðgerðarleysi hennar séu einungis röklegar lausnir tölvu á tilteknu vandamáli. Með hliðsjón af þeim rökum skýrist hvers vegna varhugavert geti verið að fela gervigreind verkefni sem hún kann fræðilega og raunverulega að geta leyst af hendi en krefjast mannlegs skilnings og ábyrgðar svo að viðunandi sé.
    Að lokinni umfjöllun um skilgreiningar og hugmyndir ýmissa fræðimanna um gervigreind, möguleika hennar og takmarkanir, er skoðað hvort og hvernig hún getur nýst á þremur mikilvægum sviðum samfélags manna, þ.e. í réttarkerfinu, heilbrigðisþjónustunni og hernaði. Er leitast við að vega og meta andstæð sjónarmið til að komast til botns í hvenær gervigreind geti og eigi að sinna verkefnum án atbeina mannlegrar dómgreindar.

Samþykkt: 
  • 20.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26660


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hinvitibornavel_skemman.pdf561.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_ba_jakobsindri.pdf143.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF