is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26662

Titill: 
  • Titill er á óskilgreindu tungumáli Danskfagets status i Island: Hvad er grunden til at vi skal vedligeholde danskundervisning i Island?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Saga Íslands og Danmerkur nær yfir 650 ár og er Ísland eina landið í heiminum utan Danmerkur þar sem danska er kennd sem skyldufag. Staða dönsku hefur breyst töluvert frá því að hafa verið merki um stöðu einstaklingsins í þjóðfélaginu og lykill að betri menntun. Það er áhugavert að skoða hver staða dönskukennsla í þjóðfélaginu er í dag og því mun ég í þessari ritgerð velta upp þeirri rannsóknarspurningu hver er staða dönskukennslu á Íslandi í dag ásamt því að skoða ástæðu þess að viðhalda henni.
    Við heimildaöflun skoðaði ég meðal annars bækur, greinar og verkefni sem skrifuð hafa verið innan þessa efnis. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það þurfi að leggja meiri áherslu á talað mál við dönskukennslu ásamt því að efla kennslu á danskri menningu og samfélagi. Einnig er mikilvægt að kennarar innan fagsins séu hæfir, jákvæðir og stuðli að áhuga hjá nemendum og efli þannig kennsluna þar sem neikvæðni getur færst yfir á nemandinn og haft áhrif dönskuáhuga hans. Við þurfum að viðhalda dönskukennslu á Íslandi vegna norrænu arfleifðar okkar og tengingu okkar við norðurlöndin. Við verðum að víkka sjóndeildarhringinn og vera opin fyrir öðrum erlendum tungumálum en ensku.
    Það lítur út fyrir að það séu misjafnar skoðanir varðandi dönsku kennslu á Íslandi, bæði neikvæð og jákvæð. Niðurstaða mín er sú að staða dönskakennslu á Íslandi sé ekki nógu góð og það er eitthvað sem þarf að skoða nánar. Það er þörf á nýjum rannsóknum sem sýna fram á hvar hægt er að bæta kennsluna og auka þannig áhuga á henni hjá íslenskum nemendum og kennurum. Ef ekkert verður að gert er hætta á því að dönskukennslan líði undir lok og enskan muni að fullu taka yfir.

Samþykkt: 
  • 20.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26662


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð Danska 2017.pdf503.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni_yfirlysing2.pdf310.4 kBLokaðurYfirlýsingPDF