is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26742

Titill: 
  • Ákvörðun bótafjárhæða í skaðatryggingum : 1. mgr. 35. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í 1. mgr. 35. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004 segir að vátryggður eigi að fá fullar bætur fyrir fjártjón sitt nema um annað hafi verið samið. En hvað þýðir þetta fyrir vátryggðan og hvernig eru bætur ákvarðaðar?
    Til þess að finna svarið við þessari spurningu er í upphafi gerð grein fyrir uppbyggingu laga um vátryggingarsamninga, en 1. mgr. 35. gr. þeirra fellur undir I. hluta laganna um skaðatryggingar. Þá er ítarlega fjallað um túlkun laganna og vátryggingarsamninga, auk þess sem gerð er grein fyrir þeim tengslum sem eru milli reglna vátryggingaréttar og skaðabótaréttar. Til þess að átta sig á hvort beita beri fyllingarreglu 1. mgr. 35. gr. laganna eða hvort sérstaklega hafi verið samið um fullar bætur í vátryggingarsamningi milli vátryggingartaka og vátryggingarfélags þykir mikilvægt að gera grein fyrir þeim reglum sem gilda varðandi sönnun og þá hvort tveggja í tengslum við efni samningsins og því fjártjóni sem vátryggður telur sig hafa orðið fyrir. Er einnig vikið að norrænum rétti í tengslum við túlkun á hugtakinu fjártjón og hvernig hvað leggja beri til grundvallar við ákvörðun á fullum bótum í tengslum við það.
    Þar sem umrætt lagaákvæði veitir vátryggingartaka og vátryggingarfélagi heimild til að semja sig undan ákvæðum laganna með vátryggingarsamningi er mikilvægt að gera sér grein fyrir ákvæðum slíkra samninga við útreikning bótafjárhæða. Er því í síðari hluta ritgerðarinnar rakin ákvæði ýmissa vátryggingarskilmála hjá stærstu vátryggingarfélögunum á sviði skaðatrygginga hér á landi, en það eru VÍS, Sjóvá, TM og Vörður. Þeir skilmálar sem fjallað er um varða innbústryggingar, lögboðnar brunatryggingar fasteigna, húseigendatryggingar, kaskótryggingar ökutækja auk frjálsrar ábyrgðartryggingar einstaklinga. Var með þessu vali reynt að fá sem víðtækasta mynd við útreikning bóta. Að lokum er ritgerðin dregin saman og niðurstaða hennar gerð ljós.

  • Útdráttur er á ensku

    The first paraghraph of article 35 in Act of insuranceagreements no. 30/2003 states that the insured should receive full compensastion for financial loss, unless otherwhise agreed. But what does the concept full compensation mean and on what basis are they calculated?
    To find the answer this essay will start by outlinening the structure of the law, but para. 1 of art. 35 is in the chapter of the law that includes rules for non-life insurances. Thereafter is a detailed chapter regarding interpretation of the law and insurance contracts, as
    well as outlining the link between the rules of insurance law and tort law. In order to realize the content of para. 1 of art. 35 and especially if agreed upon restitution in the insurance contract between the insurance company and the policyholder, it is important to clarify rules regarding proof; both the content of the contract and the coverage of the financial damage the insured has suffered. Also the Nordic legislation is mentioned regarding the interperetation of the concept financial damages and what is considered necessary in determining the full compensation according to those damages.
    Since the aforementioned provisions allows the policyholder and the insurance company to negotiate about the amount of the compensation it is important to realize the provisions of such agreements when calculating compensation amounts. In the latter part of the thesis there are shown some terms of the various insurances offered by the largest
    insurancecompanies in Iceland in the field of non-life insurances, but they are Vátryggingafélag Íslands, Sjóvá-Almennar insurances, Tryggingamiðstöðin and Vörður insurances. The terms discussed concerning insurance of properties, compulsory fire insurance, propertyinsurance and comprehensive collision insurance for vehicles. Those terms of insurances were chosen to get the widest perspective of how the benefits are calculated. Finally, remarks and conclusions are made clear.

Samþykkt: 
  • 27.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26742


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ákvörðun bótafjárhæða í skaðatryggingum.pdf978.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna