is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26779

Titill: 
  • Tónlistarskólakennsla á 21. öld : hvað breyttist.
  • Titill er á ensku The music teaching in the 21st century : what did changes
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvernig tónlistarskólakennarar breyttu starfsháttum sínum samfara tækni- og þjóðfélagsbreytingum síðustu ára. Leitast er við að kanna með hvaða hætti kennarar hafa brugðist við nýjum tímum.
    Rannsóknin er eigindleg rannsókn og eru viðtöl við níu einstaklinga sem hafa það sammerkt að hafa nægjanlega starfsreynslu til að skynja muninn og starfa allir samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla. Þrír viðmælendur eru bæði rytmískir og klassískir kennarar, þrír eingöngu með klassíska kennslu og þrír með eingöngu rytmíska tónlist.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru að allir viðmælendur höfðu á einhvern hátt brugðist við breyttum tímum og breytt starfsháttum sínum þar af leiðandi. Breytingarnar fólust að mestu leyti í að svara kalli nemenda og laga kennsluna meira að áhugasviði nemendanna. Helstu breytingar á skólunum eru að vægi klassískrar tónlistar hefur minnkað og rytmískar tónlist aukist. Kennarar hafa brugðist við með blandaðri kennslu af klassískri og rytmískri tónlist auk þess sem námið er orðið meira einstaklingsmiðað en áður.
    Lykilorð: Uppeldi, tónlistarkennsla, tónlistarskólar, tækni, samkeppni.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this research is to examine how music school teachers have changed their way of working in connection with technology advances and changes in society in the last few years.  The goal is to find out how teachers have met the demands of new and advancing times. The research is a qualitative research and contains interviews with nine individuals that all have in common that they possess adequate work experience to be able to sense the difference in their work and all of them also teach according to the main syllabus of the music schools. Three of the subjects are also both rhythmic and classical music teachers, three do only work in the classical music education and three work only in the rhythmic music education.
    The research shows that all those interviewed had in some way acted on the changed work environment and all had changed their work methods accordingly. The changes were mainly connected to individual design of the studies around the students and the student's areas of interest. Most of the changes in the schools are the change in the emphasis on classical music, rhythmic music has become as prominent in the schools as the classical disciplines. The teachers have responded in tailoring the instruction by mixing classical and rhythmic music along with more emphasis being put on individualized learning and teaching.
    Keywords: Upbringing, music teaching, music schools, technology, competition.

Samþykkt: 
  • 10.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26779


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eirikur G. Stephensen.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_EirikurStephensen.pdf385.88 kBLokaðurFylgiskjölPDF

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni