is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26780

Titill: 
  • Ást á alheiminum : kennsluverkefnið Biophilia
  • Titill er á ensku Love the universe : the Biophilia educational project
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða áhrif kennsluverkefnisins Biophilia sem byggir á verkum samnefndar plötu Bjarkar Guðmundsdóttur. Biophilia er fyrsta app-hljómplata veraldar og spinnur saman í sköpunarverkinu, tónfræði, vísindi, hönnun og tækni (Háskóli Íslands, 2016). Með öppunum var markmiðið að þróa nýjar kennsluaðferðir í takt við nýja tíma og tækni með samþættingu þvert á námsgreinar og virkja þannig sköpunarkraft ungs fólks. Hér er rannsakað hvernig innleiðingverkefnisins hafi gengið, hver upplifun nemenda og kennara hafi verið af Biophiliu, ásamt áhrifum verkefnisins á skólastarfið að mati kennara og verkefnastjóra Biophilia. Rannsóknin er eigindleg og byggð upp á viðtölum sem tekin voru við sex kennara í þremur grunnskólum í Reykjavík þar sem kennsluverkefnið var á námskrá skólaárið 2015-2016, í samvinnu við Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskóla Íslands og Norrænu ráðherranefndina. Einnig voru tekin viðtöl við verkefnastjóra barnamenningar hjá Reykjavíkurborg sem hefur umsjón með innleiðingu Biophilia menntaverkefnisins í Reykjavík og verkefnastjóra Biophilia hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem í samvinnu við samstarfslöndin, sem sé Norðurlöndin, Álandseyjar, Grænland og Færeyjar, sá um innleiðingu Biophilia í skólastarfið í þeim löndum.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að mikil almenn ánægja virðist vera með kennsluverkefnið. Hefur verkefnið opnað möguleikann á fjölbreyttari kennsluháttum og meira svigrúm hefur myndast í skólunum fyrir tónlistarkennslu og skapandi vinnu nemenda. Innleiðing verkefnisins gekk ágætlega, en tók þó meiri tíma en áætlað var og gekk Biophilia þar af leiðandi mun betur á seinni önn, en þeirri fyrri í öllum skólunum. Nemendur hafa í verkefnavinnunni með Biophiliu náð að opna sig, ”komast út úr kassanum” og upplifað lærdóm með skapandi leiðum á skemmtilegan máta. Þeir nemendur sem að einhverju leyti voru utanveltu, stóðu illa að vígi í námi og nemendur með sérþarfir, náðu margir að blómstra í verkefninu og náðu meiri árangri námslega og félagslega að mati kennara.
    Tækifærið sem myndaðist til samvinnu þvert á námsgreinar í Biophiliu verkefninu, hefur að mati allra kennaranna, þrátt fyrir mikið vinnuálag, þroskað þá sem kennara og aukið starfsánægju.
    Lykilorð:
    Biophilia, einstaklingsmiðun, tónlist, vísindi, sköpun.

  • Útdráttur er á ensku

    ABSTRACT
    This study evaluates the educational programme Biophilia, an interactive application based on a synonymous musical album by Bjork Gudmundsdottir. The programme combines musicology, technology, and design. The idea behind Biophilia was to develop new teaching methods that are interdisciplinary, and couple modern technology with the creative minds of young people.
    This is a qualitative study on Biophilia's implementation, the reaction of its participants, and the effect on schoolwork. It presents results from interviews of teachers in Icelandic middle schools where the programme was implemented in 2015-2016. Further interviews were conducted with the project managers who supervised the Biophilia's implementation for the city of Reykjavik and the Icelandic Ministry of Education, Science and Culture. The latter collaborated with other parties that implemented the programme across the Nordic countries, including the Aland Islands, the Faroe Islands, and Greenland.
    The results of this study demonstrate a general satisfaction with Biophilia educational programme, its potential for increased variety in primary education and the larger sphere for music studies. The project's implementation was adequate, albeit taking longer than scheduled, resulting in a more successful run in the second of two semesters. Students describe having been able to open up and „think outside the box,“ and expressed enjoyment from the creative experience. Students with physical, mental or social challenges, and others who might struggle with normal schoolwork, were empowered by the project. They performed to a greater degree in both the school work and social interactions it fostered.
    The interdisciplinary cooperation in the Biophilia project was described, by the participating teachers, as an enjoyable learning opportunity for themselves, even though it took great effort to implement.
    Keywords:
    Biophilia, differentiation, music, science, creation.

Samþykkt: 
  • 10.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26780


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Olga Jóhanna Stefánsdóttir (1)MA loka^J 12.12.2016 (Skemman).pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_Olga_J._Stefansdottir_MA.pdf54.3 kBLokaðurFylgiskjölPDF

Athugsemd: Verkefnið rná afrita i einu eintaki til einkanota án sérstaks leyfis höfundar