is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26782

Titill: 
  • Virði lista verður ekki metið til fjár : sviðslistir og sinfónísk tónlist á Íslandi, mikilvægi, staða og þróun sex stærri félaga á sviði sviðslista og sinfónískrar tónlistar
  • Titill er á ensku Cultural value of art will not be evaluated in money : performing arts and symphonic music in Iceland, the importance, status and development of six larger performance art and symphonic institutions which are either funded by the Icelandic Government or Townships
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hér er tekin upp umræða um mikilvægi, stöðu og þróun, sex stærri félaga á sviði sviðslista og sinfónískrar tónlistar sem rekin eru með framlögum úr ríkissjóði og/eða með fjárstuðningi sveitarfélaga. Rannsókninni er ætlað að styðja við þær rannsóknir sem þegar liggja fyrir um hagræn áhrif og stærð skapandi greina, menningar og lista.
    Markmiðið rannsóknar var að rýna hlutverk ríkisins og stoðir menningar; lög og reglugerðir ásamt þeim mælikvörðum sem ríkið notar við úthlutun opinbers fjár til félaganna, stöðu þeirra og þróun frá efnahagshruni.
    Rannsóknarspurningunum, um hvort félögin séu mikilvæg menningarhagkerfi landsins; hvort þau skapi menningarlegra verðmæti fyrir samfélagið og hvort þau stuðli að auknum lífsgæðum var einnig svarað.
    Í ljósi fákeppni á markaði félaganna var að mestu stuðst við opinber gögn enda var það vilji viðmælenda rannsóknarinnar að ekki væri farið dýpra í fjárhagsáætlanir og ársreikninga félaganna. Nokkur þessara félaga birta ekki ársreikninga sína opinberlega og því reyndist rannsakanda erfitt að afla sér viðunandi upplýsinga sem til þurfti svo að samanburður á nýtingu fjármagns yrði sem nákvæmastur.
    Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna ágætlega að stærsti hlutur tekna félaganna koma frá hinu opinbera. Einnig kom í ljós að stærri félögin njóta forgangs þegar kreppir að og skorið er niður í málaflokknum sömuleiðis að úthlutunarreglur eru ekki aðgengilegar. Það er mjög mikilvægt fyrir hið opinbera að hafa mælikvarða aðgengilega fyrir þegnanna og að úthlutunarreglur séu samræmdar og sanngjarnar. Það vakti furðu rannsakanda að ríkisvaldið hafi dregið úr opinberum fjárframlögum til félaganna eftir hrun í ljósi þess að eftirspurn og þörf fyrir hverskonar menningu stór jókst. Listamenn þjóðarinnar voru mörgum skjól, veittu hugarró á meðan aðrir fengu útrás fyrir réttláta reiði.
    Það væri tilefni til frekari rannsóknar að skoða tengsl og áhrif menningar á ferðaþjónustu á Íslandi. Það er von höfundar að þessi rannsókn sé upplýsandi og áhugaverð fyrir lesandann og lestur hennar gefi innsýn inn í stöðu þessara sex lykilfélaga í listum Íslandi.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis addresses the importance, status and development of six larger performance art and symphonic institutions which are either funded by the Icelandic Government or Townships. The intent is for this thesis to support existing research on the economic impact and the scale of the Icelandic creative industries, art and culture.
    The thesis goal is to analyze the role of the Government and the pillars of culture; the regulatory system in addition to the decisive factors the Government uses to determine the distribution of public funds to the institutions, their current status and development since the economic crash in 2008
    The research question the thesis seeks to answer is threefold and address if the institutions are important to the Icelandic cultural economy; if the institutions create cultural value for society and if the institutions improve the standard of living.
    Due to the limited size of the market the institutions operate in, the thesis mainly uses public documentation for review. It was also the subject’s disposition that the institutions’ financial and annual reports not be dissected. A few of the institutions do not publicly publish their annual reports. This fact complicated the quest for the proper material to use in order to produce the most accurate comparison analyses of the funding distribution.
    The results of this thesis indicate that the largest proportion of the institutions’ income come through public funding. It is also apparent that the larger institutions are privileged when funding is cut and that the funding regulations are not easily accessible. It is important for the public sector to allow public access to the funding guidelines and that the guidelines are unified and fair. It was to the researcher’s surprise that public funding was cut in the wake of the financial crash in 2008 even though the need and demand for cultural experiences increased. The nation’s artists eased the minds of many while others expressed themselves in devout anger.
    There are grounds to further investigate the relation and impact of culture on the Icelandic tourism industry. It is the hope of the author that for the reader, this thesis has been informative, spiked interest and provided insight into the operation of these six Icelandic art institutions.

Samþykkt: 
  • 10.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26782


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sviðslistir og sinfónísk tónlist á Íslandi_LindaLeaBogadottir_MA rannsókn.pdf2.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_LindaLeaBogadottir (1).pdf72.25 kBLokaðurFylgiskjölPDF

Athugsemd: Verkefnið má afrita í einu eintaki til einkanota án sérstaks leyfis höfundar.