is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26791

Titill: 
  • Sjálfsafgreiðslulausnir bankanna : er sjálfsafgreiðsla það sem koma skal?
  • Titill er á ensku The banks self-service : is self-service the future?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ýmsar nýjungar í sjálfsafgreiðslum hafa litið dagsins ljós á undanförnum árum og ekkert bendir til annars en að sú þróun haldi áfram. Samhliða þessu hefur neytendahegðun verið að breytast og neytendur kjósa í auknum mæli að eiga sín viðskipti þegar þeim hentar hverju sinni og á sínum forsendum. Bankarnir hafa komið með nýjar sjálfsafgreiðslulausnir á markað til að mæta kröfum neytenda en einnig til að hagræða í rekstri. Markmið rannsóknarinnar var að reyna að komast að því hvernig þróunin í sjálfsafgreiðslulausnum verður í framtíðinni og hvort að sjálfsafgreiðsla sé það sem koma skal í íslenskum bankaviðskiptum. Einn möguleikinn er að notendur geti fengið meira val með auknum sjálfsafgreiðslulausnum og þar af leiðandi betri þjónustu. Hins vegar er sá möguleiki einnig fyrir hendi að þjónustustigið verði ekki eins gott þar sem persónuleg þjónusta minnkar og stöðugildum fækkar ef útibúum fækkar eða ef þau hverfa alveg.
    Helstu niðurstöður gefa til kynna að sjálfsafgreiðslulausnum komi til með að fjölga og taka við af útibúum hvað varðar hefðbundnar daglegar bankaafgreiðslur eins og greiðslu reikninga og millifærslur. Útibú munu þó ekki hverfa að fullu heldur mun þeim fækka og fá nýtt hlutverk. Bankarnir tala um hagræðingu í rekstri ásamt því að vilja uppfylla óskir viðskiptavina um betri þjónustu með því að bjóða þeim upp á að sinna sínum viðskiptum þegar þeim hentar. Það er því mat höfundar að sjálfsafgreiðslulausnum muni fjölga en að þær muni ekki koma algjörlega í staðinn fyrir útibú.

  • Útdráttur er á ensku

    The technology has been growing fast, we have seen many new self-services in the last few years and it seems like there´s no stopping there. Beside this, the costumer behaviour has been changing and the costumer choose more often to their business on the time they prefer. The banks have been marketing new self-services to meet those costumers needs, but also to make their system more effective.
    The goal of this research is to find out how the self-service will develop in the future and if self-service is taking over the Icelandic bank market. With more selfservices, the customers will get more choices and therefor better service. However, if the local banks will become much fewer or even all closed, it is not guarantee that the service level will be the same because the personal service become lower and with fewer employees.
    The main results indicate that self-service will be increased and will take over the daily bases of local banks, like paying bills and transfer money. although the local banks will not all closed, but they will be fewer and will have new rules. The banks talks about making their system more effective and that their costumer wish to have better service by offer them a choice to do their business whenever they like. Therefore, it is the authors opinion that the self-service will increased but they will totally take over the local banks.

Samþykkt: 
  • 10.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26791


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
NannaLiljaSveinbjornsd_BS_lokaverk..pdf1.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_NannaLiljaSveinbjornsd (1).pdf42.61 kBLokaðurFylgiskjölPDF