is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26793

Titill: 
  • Ferðamennska á jaðarsvæðinu Fjallabyggð : með hvaða hætti má sveitarfélagið auka tekjur sínar af ferðaþjónustu?
  • Titill er á ensku Tourism in Fjallabyggð : how can the municipality increase it‘s income from tourism.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ferðaþjónustan er orðin stærsta atvinnugreinin á Íslandi og árið 2015 voru gjaldeyristekjurnar af greininni um 365 ma. króna, eða 31 % hlutfall af heildar gjaldeyristekjum ríkisins. Þrátt fyrir þessa þróun hafa sveitarfélögin ekki fengið tekjur í takti við fjölgun ferðamanna í landinu. Það gefur augaleið að fleiri ferðamenn þýðir aukið álag á vinsælum ferðamannastöðum og þegar ekki nást nægilega miklar tekjur af ferðamönnum til að nota við uppbyggingu á innviðum þá getur það haft neikvæð áhrif til lengri tíma litið. Nú þegar hafa forsvarsmenn sveitarfélaga haft orð á þessu og hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Fjallabyggð er sveitarfélag sem ekki hefur farið varhluta af auknum ferðamannastraumi síðustu árin, 400% aukningu á fjölda gistinátta á
    árunum 2012-2015 er staðfesting á því. Svæðið býður uppá mikla möguleika, þá sér í lagi hvað varðar ævintýraferðamennsku, og í verkefninu er farið yfir hvernig hægt sé að stuðla að áframhaldandi vexti. Nokkrir þættir eru skoðaðir sérstaklega með hjálp SVÓT greiningar, meðal annars komur skemmtiferðaskipa, viðburðir og afþreying á svæðinu. Að auki er litið til Norður Noregs og reynt að draga lærdóm af þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í þar með mjög góðum árangri. Möguleikar fyrir gjaldtöku eru svo metnir og þá sér í lagi gistináttaskattur og komugjöld. Farið er yfir hvor kosturinn þykir vænlegri fyrir Fjallabyggð miðað við mögulega tekjuaukningu. Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að fara yfir stöðu jaðarsvæðisins
    Fjallabyggðar í ferðamálum og hvernig megi auka tekjur sveitarfélagsins af atvinnugreininni til að geta byggt upp innviði. Með í huga að geta tekið á móti fleiri ferðamönnum í framtíðinni og boðið þeim uppá sem bestar aðstæður og þar af leiðandi stuðla að jákvæðri upplifun þeirra af
    áfangastaðnum.

Samþykkt: 
  • 10.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26793


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs_ritgerð_Saevar_Birgisson..pdf782.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_SaevarBirgisson.pdf59.92 kBLokaðurFylgiskjölPDF