ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/268

Titill

Vinnuumhverfi, starf og álagseinkenni : upplifun bankastarfsfólks

Útdráttur

Sjúkdómseinkenni sem komið hafa í kjölfar vinnu eru algeng á Íslandi. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á tíðni einkenna frá hreyfi- og stoðkerfi og andlegra álagseinkenna. Tilgangur þessarar rannsóknar var tvíþættur. Annars vegar að kanna hvernig upplifun bankastarfsfólks af vinnuumhverfi og starfi hefur áhrif á þróun álagseinkenna. Hins vegar að taka saman fræðilegar heimildir um rannsóknir sem gerðar hafa verið á upplifun starfsfólks af vinnuumhverfi, starfi og álagseinkennum. Þátttakendur rannsóknarinnar voru valdir úr hópi starfsfólks ákveðins banka með þægindaúrtaki. Úrtakið var allt starfsfólk í fjórum útibúum hans í Reykjavík eða 126 manns. Svarhlutfall var 77%. Rannsóknin var að mestu byggð á hugmyndafræði líkansins um iðju mannsins. Auk þess voru lífaflfræðilega líkanið og kenningar um streituviðbrögð notuð í tengslum við líkamleg og andleg álagseinkenni. Rannsóknaraðferðin sem var notuð er megindleg. Spurningalisti með 48 krossaspurningum var hannaður fyrir rannsóknina. Hann skiptist í fjóra flokka: (A) Bakgrunnur, (B) Vinnuumhverfi, (C) Starfsmaður og (D) Álagseinkenni. Spurningalistinn var notaður til að svara rannsóknarspurningum um upplifun bankastarfsfólks af vinnuumhverfi, starfi og álagseinkennum. Niðurstöður sýndu fylgni milli allra flokka spurningalistans; vinnuumhverfis, starfs og álagseinkenna. Fylgni milli upplifunar af starfi og álagseinkenna var ómarktæk og veik (rp = 0,196). Marktæk meðalfylgni var á milli upplifunar af vinnuumhverfi og starfi (rp = 0,405) og milli upplifunar af vinnuumhverfi og álagseinkennum (rp = 0,404). Þátttakendur virtust almennt hafa jákvæðari upplifun af starfi sínu en vinnuumhverfi og álagseinkennum. Flest allir þátttakendur (99-100%) höfðu frekar eða mjög mikinn áhuga á vinnu sinni, fannst þeir leysa vinnu sína frekar eða mjög vel af hendi og fannst vinnan skipta þá frekar eða mjög miklu máli. Margir þátttakendur töldu inniloftið (67%) og hitastigið (48%) á vinnustaðnum slæmt og algengustu líkamlegu álagseinkennin voru verkir frá hálsi og herðum. Rannsakendur telja að vitneskja um upplifun bankastarfsfólks af starfi sínu og vinnuumhverfi geti leitt til aukinnar þekkingar fólks á þáttum sem hafa áhrif á þróun álagseinkenna. Vegna takmarkaðs umfangs rannsóknarinnar er ekki hægt að alhæfa út frá niðurstöðum hennar. Þessi rannsókn getur samt sem áður hvatt iðjuþjálfa til frekari rannsókna og starfa á þessu sviði.
Lykilorð: Vinnuumhverfi, starf og álagseinkenni.

Samþykkt
1.1.2003


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
vinnuumhv.pdf2,63MBOpinn Vinnuumhverfi, starf og álagseinkenni - heild PDF Skoða/Opna