is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26813

Titill: 
  • Velgengni leiðtoga snýst um vöxt og árangur annarra : áherslur stjórnenda "fyrirmyndarfyrirtækja" og hugmyndafræði þjónandi forystu
  • Titill er á ensku The success of leaders is all about the growth of others
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stjórnendur fyrirtækja sinna margþættu og mikilvægu ábyrgðarhlutverki sem helgast af því að stýra starfsemi þeirra þannig að reksturinn sé arðbær. Þeir þurfa að hafa skýra sýn og hugsjón fyrir framtíð fyrirtækisins en ekki síður að huga að starfsmönnum sínum sem er ein dýrmætasta auðlind fyrirtækja að margra mati. Gæta þarf að hagsmunum þeirra og líðan svo vinnuframlag þeirra sé sem mest virðisaukandi. Framkoma stjórnenda skiptir miklu máli til að ná hámarksárangri og hafa farsælir stjórnendur dýrmæta reynslu að miðla til annarra.
    Viðfangsefni þessa verkefnis er að kanna áherslur stjórnenda fyrirtækja sem skarað hafa framúr hvað ánægju starfsmanna snertir í árlegri könnun VR um „Fyrirtæki ársins“. Ennfremur er markmiðið að kanna hvort og þá hvernig áherslur þeirra endurspegli hugmyndafræði þjónandi forystu. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við sjö stjórnendur slíkra fyrirtækja til að varpa ljósi á hvaða áherslur bera árangur í forystuhlutverki. Niðurstöður benda til mikilvægis þess að stjórnendur beri hag sinna starfsmanna fyrir brjósti með því meðal annars að efla þá, hjálpa þeim að vaxa í starfi og gefa þeim sjálfstæði. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru opin og góð samskipti mikilvæg og byggja þarf upp traust með því að hlusta á starfsmenn og hvetja þá til þátttöku í ákvörðunum. Stjórnendur þurfa einnig að þekkja viðhorf sinna starfsmanna til fyrirtækisins og bregðast við því. Niðurstöðurnar eru í takti við eldri rannsóknir um þjónandi forystu í fyrirtækjum sem bent hafa til þess að með henni nái fyrirtæki árangri sem skilar sér í meiri starfsánægju, betri frammistöðu í starfi og meiri tryggð við fyrirtækið. Þá gefa niðurstöður vísbendingar um að stjórnendur fyrirmyndarfyrirtækja samkvæmt könnun VR tileinki sér stjórnunaraðferðir sem endurspegla hugmyndafræði þjónandi forystu.
    Flestar eldri rannsóknir tengt þessu viðfangsefni styðjast við megindlegar rannsóknaraðferðir og er ákveðin vöntun á eigindlegum rannsóknum. Þörf fyrir slíka rannsókn er ótvíræð og hefur hún gildi sérstaklega fyrir stjórnendur fyrirtækja. Rannsókn þessi nær einungis til sjö fyrirmyndarfyrirtækja og frekari rannsókna er þörf til að fá sjónarmið fleiri stjórnenda þannig fyrirtækja.

  • Útdráttur er á ensku

    Business managers have an important and complex role of responsibility in running the operation successfully. They need to have a clear vision and ideal for the future of the business and also care for the well-being of their employees, which is widely considered to be the most valuable resource. They must be concerned of their interests and needs so that their contribution is at most value. How managers approach their position is a major factor to the employees contribution and the success of the business. Successful leaders of that manner have a valuable experience to share. The aim of this paper is to explore the emphasis of business managers in companies that have shown exceptional success when it comes to job satisfaction of their employees in a yearly survey named „Company of the year“ performed by the labor union VR. Moreover the aim is to research if and then how their emphasis reflect the ideology of Servant Leadership. The research is qualitative in which seven managers of „exemplary companys“ according to VR‘s yearly survey were interviewed to shed light on effective emphasis in leadership. The results indicate that managers need to have their employees advantage at heart by empowering them, help them to grow and give them autonomy at work. According to the results open communications are important and trust is acchieved by listening to employees and encouraging them to participate in decision making. Managers also need to know their employees attitude towards the company and respond to it if necessary. The results are comparable with other researches on servant leadership in companies which indicate that servant leadership contribute to the business success in more job satisfaction, better performance and employees commitment to the organization. The finding of this research indicate that managers of exemplary companies assimilate a style of management that reflect the ideology of Servant Leadership.
    Most researches on related subject are quantitative and there is a certain deficiency of qualitative researches. There is a demand for such a research and it has a value especially for business managers. This research covers only seven exemplary companies and it demands a further research on such companies.

Samþykkt: 
  • 10.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26813


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil á Skemmuna.pdf4.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_SigurbjorgHjalmarsdottir.pdf164.08 kBLokaðurFylgiskjölPDF

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni