is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26832

Titill: 
  • Jákvæðar skyldur íslenska ríkisins samkvæmt mannréttindaákvæðum Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 með áherslu á 71. gr. Stjórnarskrárinnar og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu
  • Titill er á ensku Positive obligations of Iceland under human rights provision of The Constitution of the Republic of Iceland no. 33/1944 focusing on Article 71. of the Constitution and Article 8. ECHR
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í lokaverkefni þessu verður leitast við að skýra frá þeim jákvæðu skyldum sem hvíla á íslenska ríkinu samkvæmt 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 71. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Í upphafi verður farið stuttlega yfir sögu mannréttinda og hugtakið mannréttindi. Skilgreint verður hvað felst í jákvæðum skyldum með því að rannsaka dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins en ekki er mælt fyrir um jákvæðar skyldur berum orðum í texta mannréttindasáttmálans, heldur hafa þær mótast í dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. Meginmarkmið þessarar ritgerðar er því að rannsaka þessa dómaframkvæmd og draga af henni ályktanir um það hvaða jákvæðu skyldur felast í 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu.
    Má sjá í dómum Mannréttindadómstólsins að ríkin fá mismikið svigrúm til mats þegar kemur að jákvæðum skyldum, en horfir dómstóllinn þá einnig til meðalhófs og á það hve skilvirkt kerfi aðildarríkin hafa uppá að bjóða, en dómstóllinn hefur áréttað að réttindin sem mannréttindasáttmálanum er ætlað að vernda verði að vera raunhæf og virk. Inntak jákvæðra skylda ræðst því að meginstefnu til að eðli þeirra réttinda sem þeim er ætlað að vernda.

Samþykkt: 
  • 13.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26832


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ThorunnUnnurBirgisdottir_ML_Ritgerd_2016_skemma.pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
THorunnUnnurBirgisdottir_Yfirlysing.pdf143.89 kBLokaðurFylgiskjölPDF