ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2685

Titill

Hinn ófæri vegur: Tractatus og Daó

Útdráttur

Í þessari ritgerð verður þess freistað að grafast fyrir um mörk hins segjanlega og
ósegjanlega og hvaða leiðir Wittgenstein fer í tilraun sinni til að útskýra hið ósegjanlega í
bókinni Tractatus Logico-Philosophicus. Einnig verður fjallað um hvers vegna
Wittgenstein telur að ekki sé hægt að fjalla um viðföng siðfræði og hvort ósegjanleiki
þeirra geti mögulega hjálpað okkur að skilja þau.
Wittgenstein útlistar hlutverk Tractatus í formála bókarinnar. Hann byrjar á því að segja
að það sé hægt að taka saman merkingu bókarinnar í eina málsgrein: „Það sem sagt
verður verður sagt á skýran hátt en um það verður að þegja sem ekki er hægt að segja.“
Þetta er sterk yfirlýsing og kann að vekja forvitni um það sem verður sagt í framhaldi af
þessu. Þá vaknar sú spurning hvernig Wittgenstein hugðist skrifa bók sem við eigum að
skilja en er á sama tíma um eitthvað sem er erfitt og jafnvel ómögulegt að útskýra. Þetta
vill hann gera með því að draga mörk hugsunar í tungumálinu sjálfu. Það, sem liggur
handan hins hugsanlega er hrein og bein merkingarleysa. Í lok formálans talar
Wittgenstein einmitt um gildi bókarinnar, Tractatus, sem felst í því að hún tjáir hugsanir
á skýran hátt en um leið komi í ljós hversu litlu hefur í raun og veru verið áorkað þegar
þessi heimspekilegi vandi óskýrleikans hefur verið leystur. Þetta eru hin yfirlýstu
markmið Tractatus. Með tilliti til ósegjanleikans og hinna mystísku eiginleika hans mun
ég fjalla um daóisma og bók Lao Tzu, Bókin um veginn. Þessar tvær bækur eiga margt
sameiginlegt því þær reyna báðar að komast handan hins segjanlega. Báðar víkka þær út
sjóndeildarhring okkar þrátt fyrir að koma úr afar ólíkum áttum.

Samþykkt
18.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
pd_fixed.pdf283KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna