is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rit starfsmanna >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26872

Titill: 
  • Framlag eldri borgara til samfélagsins : niðurstöður úr spurningakönnun sumarið 2016
Útgáfa: 
  • 2016
Útdráttur: 
  • Spurningakönnun um framlag eldri borgara til samfélagsins var gerð í byrjun sumars 2016. Þátttakendur voru 1200 á aldrinum 67– 85 ára og svöruðu 59% þeirra. Gallup sá um framkvæmdina og var gagna aflað með því að hringja í þátttakendur.
    Meðalaldur þátttakenda var 74,4 ár og svipaður fjöldi karla og kvenna tók þátt í könnuninni.
    Aðspurðir um heilsufar sitt mátu ríflega 79% þátttakenda heilsufar sitt mjög eða frekar gott miðað við aldur. Rúmlega 93% þeirra áttu afkomendur og höfðu ríflega tveir þriðju hlutar þeirra sinnt barnagæslu eftir að þeir náðu 67 ára aldri. Heldur fleiri konur en karlar höfðu gætt barna en svipað hlutfall þátttakenda á höfuðborgarsvæðinu og utan þesshafði gætt barna. Algengara var að þeir sem mátu heilsu sína góða hefðu sinnt barnagæslu.
    Þátttakendur voru spurðir um aðstoð við afkomendur með vinnuframlagi og kváðust tæplega 42% þeirra hafa veitt slíka aðstoð eftir að 67 ára aldri var náð. Karlar höfðu frekarsinnt slíku en konur og það var heldur algengara hjá þátttakendum utan höfuðborgarsvæðisins en á því. Heldur dró úr aðstoð við afkomendur og aðra eftir því sem þátttakendur voru eldri og niðurstöður sýndu að algengast var að þeir sem mátu heilsu sína mjög góða sinntu aðstoð sem þessari.
    Þá voru þátttakendur spurðir hvort þeir hefðu aðstoðað afkomendur eða aðra vegna alvarlegra veikinda eða fötlunar og sagðist tæplega 21% hafa veitt slíka aðstoð. Það varheldur algengara meðal kvenna en karla og á höfuðborgarsvæðinu en utan þess.
    Ein af spurningunum sem lagðar voru fyrir þátttakendur varðaði húsaskjól, það er hvort þeir hefðu hýst afkomendur sína eða aðra í lengri eða skemmri tíma. Ríflega 45% höfðu hýst fólk um skemmri tíma og 17% um lengri tíma. Lítill munur var á því eftir búsetu, aldri og mati á eigin
    heilsu hvort þátttakendur hefðu hýst fólk um lengri eða skemmri tíma. Spurningu um fjárhagslegan stuðning við afkomendur eða aðra svöruðu þátttakendur þannig að tæplega 59% höfðu lánað eða gefið peninga og var það algengara meðal karla en kvenna. Um 40% höfðu keypt fatnað, húsbúnað, heimilistæki og aðrar nauðsynjar fyrir afkomendur sína og
    var það algengara meðal karla en kvenna. Um 40% höfðu keypt fatnað, húsbúnað, heimilistæki og aðrar nauðsynjar fyrir afkomendur sína og um 30% styrkt þá með framlagi til tómstundastarfs eða námskeiða. Alls höfðu svo 15% lánað
    veð í húsnæði sínu. Heldur algengara var að þátttakendur á höfuðborgarsvæðinu en utan þess styddu við afkomendur sína fjárhagslega. Og algengara var að þeir sem töldu heilsu sína mjög eða frekar góða hefðu lánað eða gefið peninga og styrkt afkomendur sína
    á annan hátt.
    Loks voru þátttakendur spurðir hvort þeir hefðu unnið sjálfboðastörf eftir að 67 ára aldri var náð og svaraði ríflega fjórðungur því játandi. Heldur algengara var að karlar hefðu sinnt
    slíku en konur og það var algengara utan höfuðborgarsvæðisins en á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem mátu heilsu sína mjög góða voru einnig líklegri til að sinna sjálfboðastörfum en þeir sem mátu heilsu sína slæma.
    Framlag eldri borgara til samfélagsins er samkvæmt þessum niðurstöðum verulegt þó oft sé það ósýnilegt og ekki metið til fjár. Líta má á afa og ömmur sem öryggisnet fyrir fjölskyldur sínar. Stundirnar sem þau verja til barnagæslu og annars konar aðstoðar við afkomendur sína eru mikilvægar fyrir fjölskyldurnar og samfélagið allt

ISBN: 
  • 9789935468093
Athugasemdir: 
  • Útgefið af Menntavísindastofnun Háskóla Íslands
Samþykkt: 
  • 14.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26872


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
framlag_eldri_borgara_fyrri_skyrsla.pdf989.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna