is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26902

Titill: 
  • Í anda lýðræðis og mannréttinda : umfjöllun um hvernig unnið er með grunnþáttinn um lýðræði og mannréttindi í grunnskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er greint frá rannsókn sem unnin var á haustdögum 2016. Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á hvernig nýútskrifaðir kennarar á fyrsta kennsluári vinna með grunnþáttinn um lýðræði og mannréttindi í kennslu og hvaða kröfur gerðar voru til þeirra er varða grunnþáttinn þegar þeir hófu störf. Þátttakendur rannsóknarinnar voru fimm kennarar sem allir svöruðu viðhorfsspurningum skriflega um efnið. Eitt af fjölmörgum hlutverkum grunnskóla er að undirbúa nemendur sína undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Til þess er mikilvægt að efla gagnrýna og sjálfstæða hugsun og þjálfa vinnubrögð þar sem reynir á samvinnu, umræður og virka hlustun. Þessar áherslur má sjá í Aðalnámskrá grunnskóla (2011/2013) og þá sérstaklega undir grunnþættinum Lýðræði og mannréttindi, sem er einn sex grunnþátta menntunnar. Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar byggir á samantekt þess er fram kemur um lýðræði og mannréttindi í Aðalnámskrá, hefti um lýðræði og mannréttindi, sem gefið var út í ritröð um grunnþætti menntunar og hugmyndum bandaríska heimspekingsins John Dewey um lýðræði í skóla og lýðræði sem hugsunarhátt. Í niðurstöðum kemur fram að meirihluti þátttakenda leggur sig fram um að kenna í anda lýðræðis, að efla sjálfstæð vinnubrögð nemenda og ábyrgð þeirra á eigin námi. Eins að taka tillit til vilja og skoðana nemenda og breyta eftir þeim þar sem því er viðkomið. Jafnframt kemur skýrt í ljós að engar sérstakar kröfur voru gerðar til meirihluta þátttakenda er varða vinnu með grunnþáttinn og þeim ekki skapaður sérstakur vettvangur til þess að skipuleggja kennslu með hann, né aðra grunnþætti, í huga. Það er von mín að niðurstaða þessi veki spurningar er varða útfærslu og framkvæmd íslenskrar menntastefnu og geti nýst sem innlegg í umræðuna um hvernig við gerum enn betur til þess að undirbúa íslensk ungmenni undir virka þátttöku í því samfélagi sem þau búa.

Samþykkt: 
  • 21.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26902


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed. ritgerð. Lokaútgáfa.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing með lokaverkefni.pdf204.34 kBLokaðuryfirlýsingPDF