ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26912

Titill

Einn fyrir alla og allir fyrir einn : hópastarf og námsstöðvar á eldri stigum grunnskóla

Skilað
Janúar 2017
Útdráttur

Á undanförnum árum hafa hópvinnubrögð fengið aukið vægi í skólastarfi og má segja að margar kennsluaðferðir sem styðja við slík vinnubrögð hafi öðlast vinsældir meðal kennara. Með aukinni áherslu á einstaklingsmiðað nám og skóla án aðgreiningar hafa áherslurnar færst á einstaklinga innan hópsins ekki síður en hópinn sem heild. Tilgangurinn er að gera námið merkingarbært fyrir nemandann og búa hann undir líf og starf í því samfélagi sem hann tilheyrir. Dæmi um hópvinnubrögð eru hringekjur og námsstöðvar sem hafa hingað til einkum verið tengdar kennslu yngstu barna grunnskóla þar sem kennslan er síður námsgreinarmiðuð en á eldri stigum. Markmið þessa lokaverkefnis var m.a. að kanna hvort og þá hvernig hringekjur og námsstöðvar eru notaðar í kennslu á mið- og unglingastigi. Rannsóknin var framkvæmd í janúar 2015 og febrúar, mars og apríl 2016 en farið var í vettvangsheimsóknir árið 2015 og síðan aftur ári síðar og viðtöl við kennara tekin í kjölfarið. Á meðan voru ýmsar greinar og bækur lesnar og fræðilegum grunni safnað undir rannsóknina. Við rannsóknina voru notaðar eigindlegar rannsóknaraðferðir. Farið var í vettvangsathuganir í tvo skóla sem kenna sig við opið skólastarf og teymiskennslu og kannað á hvaða hátt hringekjur eru notaðar í kennslu eldri bekkja. Einnig var rætt við kennara og þeir spurðir um vinnu sína við skipulagningu hringekja og framkvæmd þeirra. Niðurstöðurnar sýna að þó margt sé líkt með skólunum eru þeir einnig að mörgu leyti ólíkir. Í ljós kom að hringekjur og námsstöðvar eru skipulagðar með mjög ólíkum hætti. Þá kom einnig fram að markmið þurfi að vera skýr í byrjun og að hringekjur krefjist mikils undirbúnings af hálfu kennara. Vanda verði einnig skipan í hópa og að mikilvægt sé að breyta hópunum reglulega ef um hringekjur til langs tíma er að ræða. Slíkt gerist síður þörf þegar notaðar eru hringekjur t.d. í stuttum þemaverkefnum. Þar sem aðeins var farið í tvo skóla er ekki unnt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar. En þó má segja að meginniðurstaðan sé sú að hringekjur og námsstöðvar henti ekkert síður í eldri bekkjum en yngri, mikilvægt sé vanda til verka og þær gefa gott tilefni til samþættingar námsgreina.

Samþykkt
21.2.2017


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Yfirlýsing um skil... .JPG24KBLokaður Yfirlýsing JPEG  
Þórhildur Daðadótt... .pdf845KBLæst til  18.2.2077 Heildartexti PDF