ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26914

Titill

Frístundaheimili FH

Skilað
September 2016
Útdráttur

Ritgerð þessi fjallar um frístundaheimili og kosti þess að sameina starfsemi frístundaheimila við íþróttaiðkun sex til níu ára barna. Það er að mörgu leytið tilvalið að sameina íþróttaiðkun barna við það tómstundastarf sem fram fer eftir skóla. Þetta gefur börnum færi á að klára sinn dag á svipuðum tíma og foreldrar þeirra ljúka vinnu. Þetta fyrirkomulag gæfi fjölskyldum færi á meiri tíma saman. Að mínu mati eru íþróttafélög bæði vanmetin og tilvalinn rekstraraðili frístundaheimila. Æfingar barnana færu þannig fram fyrr á daginn en ella og fléttuðust vel inn í heimilslífið. Sem dæmi um þessa leið skoðar ritgerð þessi fyrirhugað frístundaheimili íþróttafélagsins FH og athugar hvernig starfsemi félagsins og rekstur frístundaheimilis getur farið fram. Niðurstöður benda til þess að FH er á margan hátt afar vel til þess fallið að reka frístundaheimili og að kostur þess að reka frístundaheimili þar sem hreyfing og heilsa eru í forgrunni starfsins eru ótvíræðir.

Samþykkt
22.2.2017


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Hermann-Óli-Daví... .pdf8,56MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna