ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Viðskiptadeild>Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26938

Titill

Launakerfi íslenskra sjómanna

Skilað
Febrúar 2007
Útdráttur

Sjávarútvegur hefur verið stundaður á Íslandi allt frá landnámi og sjómönnum hefur lengst af verið greitt með hlut. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að skoða launakerfi sjómanna á Íslandi, hlutaskiptakerfið, og athuga hvort ástæða sé að endurskoða það vegna breyttrar stöðu sjávarútvegs eftir að fiskveiðistjórnunarkerfi með framseljanlegum aflaheimildum var innleitt. Aðalástæða þess að notuð hafa verið hlutaskipti við greiðslur launa sjómanna er áhætta egna lélegrar fjárhagsstöðu atvinnugreinarinnar og vegna veðurs, sjólags og eftirlits á vinnu starfsmanna. Aðferðr sem notaðar voru eru að mestu hlutlægar og magnbundnar þar sem unnið er úr tölum fengnum meðal annars frá Hagstofu Íslands og þær bornar saman við fyrri rannnsóknir meðal annars á sviði hagfræði og mannauðsstjórnunar. Fyrri rannsóknir sýna að þegar fjárhagsstaða fyrirtækja batni muni þau frekar kjósa að greiða launþegum föst laun eða nota annarskonar launakerfi en hlutaskipti. Helstu niðurstöður voru að þegar nýtt fyrirkomulag við stjórnun fiskveiða var innleitt á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar og á árunum þar á eftir breyttist rekstrarumhverfi sjávarútvegsins verulega, svo og veiðimynstur á botnfiski og fiskiskipaflotinn tæknivæddist. Fjárhagur batnaði að mun til dæmis fór eiginfjárstaðan úr 5% í rúm 30% á árunum 1988 til 2004. Því hefur sá hvati að deila áhættu vegna lélegs fjárhags minnkað verulega, sjómönnum hefur fækkað og áhætta vegna veðurs og sjólags hefur minnkað verulega vegna tæknivæðingar. Laun og launatengd gjöld hafa hækkað og talið er að sjómenn taki enn óbeint þátt í kaupum á aflaheimildum. Því er niðurstaðan sú að útgerðir og sjómenn ættu alvarlega að hugsa um að taka núverandi launakerfi til heildarendurskoðunar.

Samþykkt
20.3.2017


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Gudrun_Arndis_Yfir... .pdf174KBLokaður Fylgiskjöl PDF  
MS_Gudrun_A_Jonsdo... .pdf5,66MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna