ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26980

Titlar
  • Er umgengnisréttur barna við aðra en foreldra nægilega tryggður á grundvelli barnalaga?

  • en

    Does Iceland's Act in Respect of Children sufficiently protect children's access rights with others than their parents?

Efnisorð
Skilað
Apríl 2017
Útdráttur

Þegar fjallað er um umgengnisrétt er oftast nær fjallað um rétt foreldra og barna. Börn hafa þó rétt til umgengni við aðra einstaklinga en foreldra sína. Með lögum nr. 61/2012 var barnalögum nr. 76/2003 breytt með nokkuð víðtækum hætti. Meðal annars var réttur barna til umgengni við aðra en foreldra sína rýmkaður. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins hefur lagagildi á Íslandi skv. lögum nr. 19/2013. Tilteknar reglur samningsins eru álitnar grundvallarreglur er koma til skoðunar við framkvæmd og túlkun annarra ákvæða hans. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er annars vegar að taka reglur um umgengnisrétt barna við aðra en foreldra á grundvelli barnalaga til skoðunar í því skyni að velta upp hvernig þær samræmast grundvallarreglum samningsins. Hins vegar er skoðað hvernig umræddar reglur barnalaga samræmast rétti barns til fjölskyldu sem nýtur í senn verndar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og Mannréttindasáttmála Evrópu. Þá er einnig fjallað almennt um umgengnisrétt og um umgengnisrétt foreldra og barna. Einnig eru íslenskar reglur um umgengnisrétt barna við aðra en foreldra bornar saman við reglur annarra Norðurlanda. Er þetta gert til samanburðar og í því skyni að taka til skoðunar hvort nokkuð megi betur fara eða megi breyta í barnalögum.

Samþykkt
18.4.2017


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaskjal.pdf383KBLæst til  31.12.2017 Heildartexti PDF  
Yfirlysing.pdf459KBLokaður Yfirlýsing PDF