ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26986

Titill

Skyldubundið mat stjórnvalda. Togstreita meginreglunnar um skyldubundið mat og jafnræðisreglunnar

Efnisorð
Skilað
Apríl 2017
Útdráttur

Þegar stjórnvöld taka stjórnvaldsákvarðanir á grundvelli matskenndra lagareglna er algengt að ákvörðun byggist að einhverju leyti á innri reglum sem stjórnvald hefur sett sér til fyllingar hinum matskenndu lagareglum. Slík framkvæmd vekur upp spurningar um hversu langt megi ganga við setningu slíkra innri reglna. Eitt af þeim sjónarmiðum sem litið er til við mat á því hvort innri reglur stjórnvalda gangi of langt er hvort meginreglan um skyldubundið mat eða jafnræðisreglan vegi þyngra í sérhverju tilviki.
Í þessari ritgerð er gerð stuttlega grein fyrir matskenndum lagareglum og notkun verklagsreglna þeim til fyllingar. Varpað er ljósi á meginregluna um skyldubundið mat og jafnræðisregluna og þá togstreitu sem ríkir á milli þeirra. Að lokum eru mismunandi stjórnsýslusvið skoðuð með hliðsjón af fræðikenningum og réttarframkvæmd í því skyni að athuga hvort önnur reglan hafi meira vægi en hin.

Samþykkt
18.4.2017


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA-ritgerð_AKV.pdf426KBLæst til  1.4.2018 Heildartexti PDF  
Yfirlýsing.pdf55,9KBLokaður Yfirlýsing PDF