is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/269

Titill: 
  • Skjólstæðingsmiðuð nálgun og tæknileg úrræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hugtakið tæknileg úrræði nær yfir allar tegundir hjálpartækja og þá þjónustu sem nauðsynleg er til að úrræðin nýtist sem best. Hjálpartækjum er ætlað að auka færni fólks og sjálfstæði við daglega iðju. Iðjuþjálfar gegna mikilvægu hlutverki við að aðstoða skjólstæðinga sína við að ná sem mestri færni með aðlögun umhverfis og notkun tæknilegra úrræða af ýmsu tagi. Skjólstæðingsmiðuð nálgun leggur áherslu á samvinnu, gagnkvæma virðingu og samábyrgð skjólstæðinga og fagaðila. Þegar fagaðili vinnur eftir skjólstæðingsmiðaðri nálgun tryggir það þátttöku skjólstæðinga á öllum stigum þjónustunnar en það leiðir til betri árangurs og eykur ánægju með úrræðin.
    Tilgangur þessarar rannsóknar var að leita svara við spurningunni:
    Að hve miklu leyti er skjólstæðingsmiðuð nálgun höfð að leiðarljósi þegar þjónusta vegna tæknilegra úrræða er veitt?
    Úrtakið var hentugleikaúrtak hjálpartækjanotenda af höfuðborgarsvæðinu. Fjörutíu og einn hjálpartækjanotandi fyllti út spurningalista um skjólstæðingsmiðaða þjónustu og tæknileg úrræði. Lýsandi megindleg rannsóknaraðferð var notuð til þess að varpa ljósi á hve skjólstæðingsmiðuð sú þjónusta sem þátttakendurnir fengu í tengslum við val og útvegun hjálpartækja var.
    Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar má draga þá ályktun að skjólstæðingsmiðuð nálgun sé að miklu leyti höfð að leiðarljósi þegar kemur að þjónustu vegna tæknilegra úrræða og að skjólstæðingar séu í flestum tilfellum ánægðir með þá þjónustu sem þeir fá.
    Lykilhugtök: Tæknileg úrræði, hjálpartæki, skjólstæðingsmiðuð nálgun, iðjuþjálfun, kanadíska líkanið um eflingu iðju, kanadíska þjónustuferlið.

Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/269


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skjolst.pdf462.92 kBOpinnSkjólstæðingsmiðuð nálgun og tæknileg úrræði - heildPDFSkoða/Opna
skjolst-f.pdf143.29 kBOpinnSkjólstæðingsmiðuð nálgun og tæknileg úrræði - forsíðaPDFSkoða/Opna