ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27010

Titill

Hvernig staðlaðir samningsskilmálar verða hluti af samningi aðila

Efnisorð
Skilað
Apríl 2017
Útdráttur

Skilvirkni er mikilvægur eiginleiki í starfsumhverfi 21. aldar og sífellt eru gerðar meiri kröfur um að gera hlutina hraðar og betur en forverar okkar. Hefur því verið leitað leiða til að gera samningsgerð fljótvirkari. Ein af þeim hugmyndum sem litið hafa dagsins ljós er staðlaðir samningar, en þeir teygja anga sína á nær öll svið atvinnulífsins. Staðlaðir samningar hafa undanfarna áratugi skapað sér gríðarstóran sess í samningum milli aðila og er því nauðsynlegt að til séu lög og reglur um notkun þeirra. Ef notast er við staðlaða skilmála á réttan hátt fylgir þeim mikil hagræðing, sem nauðsynleg er í nútíma samfélagi.
Aðalviðfangsefni þessarar ritgerðar verður að kanna hvernig staðlaðir skilmálar verða hluti af samningum milli aðila. Í fyrsta lagi verður fjallað um grundvallar meginreglur samningaréttar. Í öðru lagi verður farið yfir hvað staðlaðir samningar eru, meðal annars hverjir eru kostir og ókostir þeirra. Í þriðja lagi verður fjallað um túlkun staðlaðra skilmála. Verður þar litið stuttlega til almennra reglna um túlkun ásamt því að skoða annars vegar þær ógildingarheimildir samningalaga sem gilda um staðlaða skilmála og hins vegar áhrif Evrópuréttar á túlkunarreglur staðlaðra skilmála. Í fjórða lagi verður fjallað um meginviðfangsefni þessarar ritgerðar, þ.e. hvernig staðlaðir skilmálar verða hluti af samningum milli aðila. Þar verður lögð áhersla á þær þrjár aðferðir sem notaðar eru við að vísa í staðlaða skilmála ásamt því að skoða réttaráhrif íþyngjandi og óvæntra skilmála.

Samþykkt
18.4.2017


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA_Ritgerð_HSG_for... .pdf164KBOpinn Titilsíða PDF Skoða/Opna
BA_Ritgerð_Hjörva... .pdf485KBLæst til  31.12.2017 Heildartexti PDF  
Yfirlysing hjörva... .pdf103KBLokaður Yfirlýsing PDF