ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27014

Titill

Hver er sinnar gæfu smiður: Persónuleg vörumerkjastjórnun íslenskra tónlistarmanna

Skilað
Apríl 2017
Útdráttur

Til að lifa af listinni þurfa tónlistarmenn að huga að persónulegri vörumerkjastjórnun sem í grunninn snýst um kynningarmál. Þar undir falla auglýsingar af öllu tagi, sköpun og endursköpun, uppbygging og auðkenning eigin vörumerkis auk tengsla við neytendur. Flestir tónlistarmenn leita leiða til að markaðssetja sig vel en á sama tíma vefst það fyrir mörgum. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða vörumerkjastjórnun íslenskra tónlistarmanna með áherslu á kynningarmál þeirra og persónuleg vörumerki. Vörumerkjafræði voru því skoðuð vel ásamt kenningum um markaðsfræðilegar nálganir tónlistariðnaðarins. Rannsóknin var svo framkvæmd með eigindlegum viðtölum við þekkta íslenska tónlistarmenn. Niðurstöður benda til þess að helsta markmið íslenskra tónlistarmanna með kynningarmálum sínum sé að byggja upp sambönd við neytendur. Samfélagsmiðlar eru samkvæmt niðurstöðum sú kynningarleið sem tónlistarmenn nota mest í dag til að koma sér á framfæri, mynda tengsl við neytendur og byggja upp persónuleg vörumerki. Þrátt fyrir ákveðinn „aðgreiningarvanda“ og talsverða togstreitu í vörumerkjastjórnun íslenskra tónlistarmanna má álykta sem svo að kynningarstörf þeirra stuðli að sterkri vörumerkjauppbyggingu og að áherslan á sambönd við neytendur ýti undir traust og áreiðanleika vörumerkja.

Samþykkt
19.4.2017


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Kristín Inga Jónsd... .pdf772KBLæst til  24.6.2017 Heildartexti PDF  
ÚTFYLLT%20YFIRLÝ... .pdf232KBLokaður Yfirlýsing PDF