is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27082

Titill: 
  • Titill er á ensku Gods of the Shadows: Skaufhalabálkur and the Icelandic Fox
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þótt refurinn—eða hinn íslenski melrakki—sé eina upprunalega spendýrið í íslenskri náttúru, er varla hægt að segja að hann komi fyrir í elstu bókmenntum Íslendinga sem nokkru nemi. Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir þeim upplýsingum sem finna má um refinn í íslenskum miðaldaheimildum jafnt sem þjóðsögum síðari tíma, með áherslu á þau stöðluðu einkenni sem koma ítrekað fram í gegnum aldirnar. Í íslenskum miðaldabókmenntum er yfirleitt ekki getið um refinn sem dýr í eiginlegri mynd, heldur er vísað til hans í yfirfærðri merkingu: í eiginnöfnum, draumum og orðatiltækjum. Langoftast er refurinn þó sýndur sem einhvers konar jaðarvera, sem tengist þá iðulega óræðum mörkum: galdri (náttúru/yfirnáttúru), kynvitund (karlkyni/kvenkyni), ráðsnilld (valdi/gáfum) og hæfni til að lifa af (lífi/dauða); hið sama á við um síðari tíma þjóðfræðaefni. Með því að setja refinn í íslenskri sagnahefð í samhengi við goðsagnir um bragðarefi víða um heim jafnt sem evrópskar dýrasögur, er nú leitast við að draga fram eins konar menningarsögu íslenska refsins. Í þessum tilgangi er íslenskt frásagnarkvæði frá 15. öld, Skaufhalabálkur, nú þýtt í fyrsta skipti yfir á ensku, en þar segir með kómískum hætti frá hinstu veiðiferð íslensks refs, sem hefur þó áberandi mannlega eiginleika. Þýðingin er gerð með hliðsjón af upphaflegu skáldamáli bragarháttarins, fornyrðislagi, þar sem ljóðstöfum er haldið eins og kostur er. Með því að staðsetja kvæðið innan fyrirliggjandi upplýsinga um vistfræði refsins á Íslandi, bókmennta og þjóðsagna frá tólfu öld og fram til þeirrar tuttugustu, hafa hugmyndir um refinn í íslenskri sagnahefð nú verið settar í það samhengi sem ætti að auðvelda okkur að skilja hið flókna samband þessa frumbyggja landsins og þeirra landnema sem síðar settust að á Íslandi.
    The arctic fox is the only land mammal indigenous to Iceland, yet the animal hardly appears at all in the first few hundred years of Icelandic literature. This thesis examines the references to the fox in the Icelandic literature of the Middle Ages and many post-Medieval folktales, taking stock of the motifs that are consistently represented well into the modern period. In the sagas, the fox hardly appears in physical form, typically confined to the realms of metaphor: character names, dreams, and verbal expressions. Throughout these references, the fox can be seen as a liminal being consistently associated with the borders of its most common motifs: magic (natural/supernatural), queerness (male/female), resourcefulness (power/intelligence), and ultimately survival (life/death). These same motifs are equally present in the later folk traditions. Taking into consideration the place of the trickster archetype in representations of the fox around the world as well as the European beast epic, this research results in a cultural history of the Icelandic fox. This history provides context for the first full English edition translation of Skaufhalabálkur, a fifteenth-century poem narrating the final hunt of an anthropomorphic Icelandic fox. The poem has been translated with the specific intent to preserve the alliterative qualities of its original fornyrðislag meter. By placing the poem into the history of the Icelandic fox as represented in literature and folklore from the twelfth into the twentieth century, this thesis creates a framework for understanding the relationship between the native inhabitants of Iceland and its European settlers.

Samþykkt: 
  • 4.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27082


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GodsOfTheShadows-GraysonDelFaroStocks.pdf647.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Doc - 04-05-2017, 11-01.pdf330.24 kBLokaðurYfirlýsingPDF