ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2713

Titill

Hvernig getur Þjóðkirkjan aukið aðkomu sína að málefnum fíkla?

Útdráttur

Málefni aðstandenda fíkla hafa lítið verið í sviðsljósinu en eru mjög afgerandi fyrir þá sem vinna með fíkla. Úrræðin fyrir aðstandendur hafa alla tíð verið skorin við nögl og nú þegar harðnar í ári er útlit fyrir enn verri tíma fyrir fjölskyldur þeirra sem neyta áfengis og vímuefna í óhófi. Þörfin er brýn fyrir úrræði og fáir hafa getu til að hafa afgerandi áhrif á vandann. Fyrir mig er kirkjan besti kosturinn fyrir aðstandendurna. Kirkjan hefur aðgang að fólki, húsnæði, reynslu og öllum þeim kærleika sem þarf til verksins.
Með rannsókn minni mun ég sýna fram á alvarleika alkóhólisma og sér í lagi þær afleiðingar sem fíkill hefur á sína nánustu. Ég mun rekja þau úrræði sem eru í boði í samfélaginu og skoða hvað kirkjur nágrannaþjóða okkar eru að gera í þessum málum. Einnig mun ég rannsaka eins og mér er unnt, starf Íslensku Þjóðkirkjunnar sem tengjast málefnum fíkla og aðstandanda.

Samþykkt
18.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
KjartanP_fixed.pdf566KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna