is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27183

Titill: 
  • Þannig er saga okkar. Um sagnritunarsjálfsögur og skáldsöguna Hundadaga eftir Einar Má Guðmundsson
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til BA-prófs í íslensku sem öðru máli á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Hún er tvíþætt: annars vegar verður fjallað um bókmenntahugtakið sagnritunarsjálfsaga (e. historiographic metafiction) sem kanadíski bókmenntafræðingurinn Linda Hutcheon (f. 1947) kom fyrst á framfæri, hins vegar verður skáldsagan Hundadagar eftir Einar Má Guðmundsson frá árinu 2015 greind í ljósi kenningarinnar um sagnritunarsjálfsögur.
    Í fyrri hlutanum verður kannað fyrst hvernig afstaðan til hugtaksins framsetning (e. representation) hefur þróast í tímanna rás, ljósi verður jafnframt varpað á samband sögu (e. history) og skáldskapar (e. fiction) áður en sjónum verður beint að póstmódernískum kenningum Hutcheons og hugtakinu sagnritunarsjálfsaga. Í síðari hlutanum verður fjallað um skáldsöguna Hundadaga og kannað hvernig hugtakið sagnritunarsjálfsaga getur nýst til greiningar á henni. Þar verður grein gerð fyrir sagnritunarsjálfsögulegum einkennum skáldsögunnar og hugað jafnframt að mögulegum boðskap eða þema hennar. Í lokakaflanum verða kynntar nýlegar bókmenntafræðilegar umræður um hugtakið sagnritunarsjálfsaga og þar er einnig umfjöllun um fagurfræði Einars Más Guðmundssonar.

Samþykkt: 
  • 8.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27183


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing - Skemman.pdf28.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA-ritgerð Xinyu lokagerð.pdf395.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna