is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2723

Titill: 
  • Hverjir njóta sjálfsákvörðunarréttar? Deilurnar um Abkasíu og Suður-Ossetíu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um spurningar um rétt þjóða til sjálfsákvörðunar og fullveldis, sem vaknað hafa í kjölfar deilnanna í Abkasíu og Suður-Ossetíu. Þær varða þessi tilteknu héruð, en tengjast einnig öðrum umdeildum svæðum eins og vikið verður að. Sem fyrr sagði viðurkenndu Rússar sjálfstæði Suður-Ossetíu og Abkasíu í kjölfar stríðsins. Allt frá lokum fyrri heimstyrjaldar hefur nær alltaf verið beitt rökum um sjálfsákvörðunarrétt þjóða þegar ríki hafa öðlast sjálfstæði. Abkasía og Suður-Ossetía voru engar undantekningar. Til þess að gefa kröfunni um sjálfstæði lögmæti varð að beita þeim rökum og halda því fram að Abkasar og Suður-Ossetar hefðu rétt á því að ákveða sjálfir hvaða ríki þeir tilheyrðu. Ella hefði verið ómögulegt að sjá stríðið sem nokkuð annað en klofning ríkis með ólöglegri utanaðkomandi aðstoð. Hins vegar er sjálfsákvörðunarréttur þjóðar ekki sjálfsagður réttur sem hvaða hópur fólks sem er getur gert kröfu til, heldur þurfa ákveðin skilyrði að vera uppfyllt. Sjálfsákvörðunarréttur hefur verið skilgreindur á marga mismunandi vegu á ólíkum tímum og af ólíkum aðilum. Smám saman hafa þó þróast frekar skýr skilyrði sem viðurkennd eru í alþjóðalögum. Þau byggjast á fleiri flóknum spurningum, svo sem um hvað getur talist þjóð, hversu langt fullveldi ríkis innan landamæra sinna nær, og fleiri. Sú spurning vaknar því óhjákvæmilega við stríð sem endar eins og raunin varð í ágúst 2008 hvort þessar forsendur gildi og hvort klofningshóparnir eigi raunverulega rétt á sjálfsákvörðun og þá jafnvel á að stofna fullvalda þjóðríki í kjölfarið á svæði sem áður tilheyrði öðru ríki.

Samþykkt: 
  • 19.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2723


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hverjir_njota_sjalfsakvordunarrettar_fixed.pdf2.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna