is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27269

Titill: 
  • Ímynd Iittala
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um ímynd og er ímynd Iittala könnuð. Vinsældir Iittala á Íslandi síðustu ár hafa örugglega ekki farið framhjá mörgum en vörur frá markinu hafa verið mjög áberandi inni á heimilum landsmanna. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt, að kanna ímynd Iittala en einnig að skoða muninn á ímynd Iittala hjá annarsvegar þeim sem eiga Iittala vörur og hinsvegar þeim sem eiga ekki Iittala vörur.
    Framkvæmd var megindleg rannsókn þar sem voru bæði opnar og lokaðar spurningar um ímynd Iittala. Spurningakönnunin var bæði sett á Facebook síðu höfundar ásamt því að vera send í tölvupósti til hóps af grunnnemum við Háskóla Íslands.
    Niðurstöðurnar bentu til þess að ímynd Iittala sé jákvæð. Í spurningakönnuninni voru þátttakendur beðnir um að meta 12 ímyndarþætti út frá því hversu sterkt eða veikt þeir tengdu við þá. Þeir ímyndarþættir sem þátttakendur tengdu sterkast við voru tíska, hönnun og fallegt en þeir tengdu veikast við upplifun að versla Iittala vöru, nýjungar og fyrir alla. Þegar skoðað var hvort að það væri munur á ímyndarþáttunum 12 á milli tveggja hópa, þeirra sem eiga Iittala vöru og þeirra sem eiga ekki Iittala vöru þá kom í ljós að þeir sem eiga Iittala vöru tengja sterkast við að ímyndarþættina tíska, hönnun og fallegt. Hópurinn sem á ekki Iittala vöru tengir sterkast við ímyndarþættina tíska, hönnun og Finnland. Báðir hópar tengdu minnst við upplifun að versla Iittala vöru. Þegar þátttakendur voru spurðir hvað þeim dytti í hug þegar þeir heyra minnst á Iittala þá nefndu flestir fallegt. Mikill meirihluti þátttakenda áttu til vöru frá Iittala. Höfundur dregur þá ályktun að ímynd Iittala sé nokkuð jákvæð þegar á heildina er litið.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27269


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin.pdf760.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemma-yfirlýsing.pdf159.74 kBLokaðurYfirlýsingPDF